„Taktu leikhlé, herra forseti"

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mbl.is/Rax

Karl Th. Birgisson ritar grein á vefinn Herðubreið í dag undir fyrirsögninni: Taktu leikhlé, herra forseti. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar Grímsson hafi breytt forsetaembættinu með ýmsum hætti síðastliðin fjórtán ár. Flest af því hafi verið til góðs, en nú sé hann lagður af stað í ferðalag sem meira að segja hann taldi líklega óhugsandi hér forðum daga.

„Það hefur alltaf verið kristaltært í málflutningi forsetans að sú ákvörðun, að synja lögum staðfestingar, gæti ekki og mætti ekki að byggjast á afstöðu hans sjálfs til laganna. Slíka ákvörðun ætti alltaf að taka af öðrum ástæðum, þó einkum eðli málsins sjálfs, til dæmis ef um væri að ræða framsal á fullveldi landsins, að myndazt hefði „gjá milli þings og þjóðar“ eða aðrar viðlíka aðstæður væru uppi.

Samkvæmt stjórnarskránni hefur forsetinn nefnilega ekki neitunarvald, heldur málskotsrétt – forsetinn getur skotið málum til þjóðarinnar þegar mikið liggur við.

Þetta kom skýrt fram í forsetakosningunum 1996, þar sem málskotsrétturinn var töluvert til umræðu, og aftur í yfirlýsingum sem forsetinn sendi frá sér þegar hann synjaði lögum staðfestingar 2004 og nú 2010.

Í bæði skiptin byggðist rökstuðningurinn á eðli málsins og aðstæðum í samfélaginu.

Forsetinn tók enga afstöðu sjálfur. Hann vísaði málinu einfaldlega til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Fínt hjá honum.

Vandinn er hins vegar sá, að í kjölfarið hefur hann lagzt í nýja útrás," skrifar Karl.

Að sögn Karls renna upp úr forseta Íslands yfirlýsingarnar um að Iceasvaemálið sé byggt á fantabrögðum og fautaskap Breta og Hollendinga og að allt sé þetta nú ómögulegt, ósanngjarnt, ólýðræðislegt og svo framvegis.

„Vel má vera að einhverjum rísi þjóðernishold í fáeinar mínútur við að hlusta á þetta, en hinar frumstæðari hvatir eru ekki gott veganesti.

Þessi málflutningur gengur gegn tveimur prinsippum sem Ólafur Ragnar Grímsson veit að forsetinn má ekki brjóta.

Hann á ekki og má ekki taka afstöðu í máli sem hann hefur vísað til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Og hann á ekki og má ekki haga embættisfærslu sinni þannig að á alþjóðavettvangi hafi Ísland nú tvær ólíkar stefnur í tilteknu máli – stefnu alþingis og ríkisstjórnar annars vegar og stefnu hans sjálfs hins vegar.

Látum liggja á milli hluta hvort við erum sammála forsetanum eða ekki – hvort við erum á móti samningnum eða ekki – það skiptir engu höfuðmáli.

Það gengur einfaldlega ekki að uppi sé tvenns konar opinber stefna – tvenns konar utanríkisstefna landsins – í alþjóðlegu deilumáli þar sem mikið er undir.

Fyrir því má færa of sterk rök, að með þessu framferði sé forsetinn beinlínis að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar."

Grein Karls Th. í heild
mbl.is

Innlent »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni.“ Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Húsnæði 365 sett á leigu

12:01 Fasteignafélagið Reitir hefur sett á leigu húsnæði að Skaftahlíð 24. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Húsin tvö, sem samtals eru um 5.000 fermetrar, hafa um nokkurt skeið hýst skrifstofur 365 miðla, sem rekið hafa Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og fleiri miðla. Meira »

Slökktu í alelda bíl í Reykjavík

11:21 Á ellefta tímanum í morgun fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eld í bíl að Blesugróf í Elliðaárdal í Reykjavík. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda og var slökkt í honum. Er bíllinn gjörónýtur eftir brunann. Meira »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...