Kynning skýrslunnar undirbúin

Tæknimenn undirbúa blaðamannafund rannsóknarnefndinnar í Iðnó, sem fram fer í …
Tæknimenn undirbúa blaðamannafund rannsóknarnefndinnar í Iðnó, sem fram fer í fyrramálið kl. 10.30. mbl.is/Ómar

Undirbúningur fyrir kynningu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hófst í Iðnó í dag en blaðamannafundur verður haldinn þar kl. 10.30 í fyrramálið. Skömmu áður verður skýrslan sett á netið og kl. 10 mun forseti Alþingis veita fyrsta eintakinu viðtöku.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir útkomu skýrslunnar og hafa langir biðlistar myndast hjá bókabúðum eftir eintaki, eins og kom fram á mbl.is í dag í frétt frá Eymundsson, sem varð að stöðva forsölu í bili, þar sem fyrirtækið gat ekki tryggt fleiri eintök fyrir morgundaginn.

Eftir hádegi á morgun, kl. 15, munu svo fara fram umræður á Alþingi þar sem formenn flokkanna munu tjá sig um efni skýrslunnar, sem sett verður inn á vefslóðina http://rna.althingi.is

mbl.is

Bloggað um fréttina