Stór þorskur en lítið af ýsu

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Útbreiðsla þorsks var jafnari í vorralli Hafrannsóknarstofnunnar nú en verið hefur undanfarin ár. Stofnvísitala og stærðardreifing þorsks var svipuð og búist var við, nema að árgangurinn frá 2008 mældist minni en stofnmælingin í fyrra gaf til kynna.Tiltölulega mikið er nú af stórum þorski í stofninum.

Stofnvísitala ýsu lækkar um fjórðung

Stofnvísitala ýsu lækkaði um fjórðung frá mælingunni 2009 og er nú einungis rúmlega þriðjungur af meðaltali áranna 2003-2007 þegar hún var í hámarki.

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (vorrall) fór fram í 26. sinn dagana 28. febrúar til 16. mars. Stofnmæling botnfiska er stöðluð mæling á hlutfallslegu magni botnfisks og nýliðunarhorfum, einkum hvað varðar þorsk. Fimm skip tóku þátt í verkefninu, samkvæmt tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.

Mest fékkst af þorski djúpt út af Norðurlandi, en einnig fékkst talsvert í Hvalbakshalla fyrir suðaustan land, í kantinum út af Vestfjörðum og á grunnslóð vestan lands. Stofnvísitala og stærðardreifing þorsks var svipuð og búist var við, nema að árgangurinn frá 2008 mældist minni en stofnmælingin í fyrra gaf til kynna.

Tiltölulega mikið er nú af stórum þorski í stofninum en lítið af millifiski eins og búast má við þegar nýliðun hefur verið léleg flest árin frá aldamótum en sókn lítil miðað við meðaltal áranna sem stofnmælingin hefur farið fram. Af árgangi 2009 mældist mun meira en í meðalári.

Aldrei áður jafn lítið af lúðu

Stofnvísitala skarkola var hærri en árin 1995-2009, en er samt einungis þriðjungur af því sem hún var í upphafi ralls. Vísitala þykkvalúru mældist há líkt og undanfarin sjö ár, en fer þó heldur lækkandi. Vísitala langlúru hefur farið lækkandi undanfarin ár og er nú í meðallagi. Vísitala sandkola mældist hærri en undanfarin ár en er samt í lægri kantinum. Vísitala lúðu í vorralli lækkaði hratt á árunum 1985-1990 og hefur verið í lágmarki síðan. Aldrei hefur fengist eins lítið af lúðu og í rallinu í ár.

Talsvert af skötusel fyrri sunnan og vestan land

Stofnvísitala ufsa hefur lækkað frá árinu 2006 og er nú lág eða svipuð og árin 1996-2001. Vísitala gullkarfa mældist há líkt og verið hefur frá árinu 2003. Vísitala steinbíts lækkaði um 16% og mælingin í ár er sú lægsta frá upphafi stofnmælingarinnar.

Lítið fékkst af 30-60 cm steinbít miðað við fyrri ár, sem bendir til að nýliðun í veiðistofninn verði léleg á komandi árum. Stofnvísitala löngu er há líkt og hún hefur verið undanfarin ár. Vísitala keilu hefur farið lækkandi síðustu tvö ár og minna fékkst nú af smákeilu (15-30 cm).

Talsvert fékkst af skötusel fyrir sunnan og vestan land eins og undanfarin sex ár og stöku fiskar fyrir Norðurlandi. Hinsvegar eru árgangar skötusels frá 2008 og 2009 lélegir ef miðað er við meðalárgang frá 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...