Lýsing höfðar fyrsta málið eftir dóm

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Lýsing hefur höfðað fyrsta málið á hendur skuldara eftir að dómur Hæstaréttar féll um lögmæti gengistryggingar lána þann 16. júní síðastliðinn.

„Menn telja réttaróvissu vera uppi um þetta málefni og það er verið að leitast við að eyða henni,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hann segir að dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hafi ekki beitt sér fyrir því að málinu yrði flýtt. Stefnandi og stefndi hafi eingöngu komið sér saman um flýtinguna, hagsmunir beggja aðila séu að efnisdómur verði kveðinn upp sem fyrst.

„Kröfugerð Lýsingar í þessu máli fjallar aðallega um hvort það sé hægt að breyta samningum eftir á þar sem Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að gengistryggingarákvæðin séu ólögmæt. Þess vegna vill Lýsing láta reyna á, fyrst þau ákvæði voru ólögmæt, hvort önnur komi í samninginn til uppfyllingar,“ segir Jóhannes Árnason, verjandi skuldarans og lögmaður hjá JÁS Lögmönnum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »