Gagnrýna afskipti ESB

Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Reuters

Ísafold - félag ungs fólks gegn ESB-aðild, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er  yfir ónægju sinni með yfirlýsingu Stefnan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þess efnis að ESB muni leggja fram fé til að framkvæma svokallaða kynningaráætlun sína.

Segir í yfirlýsingunni, að Füle hafi tilkynnt þetta eftir að hafa lýst yfir áhyggjum vegna ágreinings Íslendinga og lítils stuðnings almennings við umsóknina.

„Þessi fjárveiting, samanlagt 4 milljarðar,. er tæpast hægt að telja sem peningagjöf, þar sem íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að leggja fé á móti. Ef kynningarefni um Evrópusambandið á að hafa einhvern minnsta trúverðugleika ætti sambandið sjálft ekki að taka þátt í að semja slíkt efni. Er það skoðun Ísafoldar að Evrópusambandið hafi fullmikil afskipti af íslenskum innanríkismálum með áróðursstarfsemi sinni hér," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is