Vill láta gera hjólavefsjá

Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar.
Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar. Valdís Þórðardóttir

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík þar sem hægt verði að sjá hvernig hjólafólk kemst með fljótlegustum og öruggustum hætti á milli staða.

Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í umhverfis- og samgönguráði frestaði því að afgreiða tillöguna.

Gísli Marteinn segir, að í vefsjánni geti borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma. Notendur gætu sent leiðina í gps tæki eða farsíma.

Hann segir að upplýsingarnar séu til í tölvukerfum borgarinnar og ekki þurfi langan tíma til að búa til umrædda vefsjá.

Gísli Marteinn segir að einföld útgáfa af svona kerfi sé þegar í notkun á höfuðborgarsvæðinu fyrir strætisvagna á vef Strætó. Þá segir hann að í erlendum borgum, svo sem Seattle, sýni forritið ekki aðeins leiðina heldur einnig hversu flöt eða hæðótt hún er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert