Farið verði að vilja íbúa

Ögmundur Jónasson boðar öðruvísi áherslur í sameiningarmálum en forveri hans …
Ögmundur Jónasson boðar öðruvísi áherslur í sameiningarmálum en forveri hans í ráðuneytinu, Kristján L. Möller. mbl.is/Ómar

Óvissa ríkir um framkvæmd átaks sem unnið er að um sameiningu sveitarfélaga eftir að Ögmundur Jónasson, nýr ráðherra sveitarstjórnarmála, sagði á fundum sveitarstjórnarmanna um helgina að hann væri ekki talsmaður þess að þvinga fram sameiningu.

Samstarfsnefnd á vegum ráðuneytis sveitarstjórnarmála og Sambands íslenskra sveitarfélaga, undir forystu Flosa Eiríkssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi, hefur í heilt ár unnið að undirbúningi tillagna um nýtt stórátak í sameiningu sveitarfélaga. Leitað hefur verið eftir hugmyndum heimamanna og ýmsar tillögur settar á flot.

Kristján L. Möller hugðist fylgja málinu eftir með tillögu til Alþingis um áætlun um fækkun sveitarfélaga til næstu kosninga, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »