Höfða verður nýtt mál

Marínó G. Njálsson.
Marínó G. Njálsson.

„Forsendur Hæstaréttar eru aðrar en Héraðsdóms Reykjavíkur og taka ekkert á forsendubresti lántaka. Því er ljóst að höfða verður nýtt mál ef fá á úr því skorið hvort lántaki hafi orðið fyrir forsendubresti,“ segir Marinó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna um dóm Hæstaréttarþ

Marinó segir að kjarninn í niðurstöðu Hæstaréttar sé sá að vaxtaákvæði gengistryggðra samninga sé svo tengt gengistryggingunni að ekki sé hægt annað en að dæma það ógilt.

„Niðurstaðan leiðir aftur til þess að greiðslur sem lántakar inntu af hendi fram að hruni og í samræmi við útsenda greiðsluseðla hækkuðu mjög mikið og í einhverjum tilfellum meira en tvöfaldaldaðist greiðslubyrðin. Lántaki mun því hafa mjög góð rök fyrir því að höfða mál þar sem látið er reyna á forsendubrest lánsins," segir Marinó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert