Ekki mikill munur á sakargiftum

„Eðlilegra hefði verið að ákæra alla eða engann“, segir Sigurður Líndal, lagaprófessor. Hann segir ekki það mikinn mun á sakargiftum og því óeðlilegt að Geir Haarde beri einn sök.

Hann telur heldur ekki ástæðu til að ætla að mannréttindi hafi verið brotin þar sem mannréttindadómstóllinn hafi dæmd að danski ríkisrétturinn, sem íslenski landsdómurinn byggir á, standist mannréttindarákvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert