Jóhanna: sit út kjörtímabilið

Jóhanna boðar fund vegna skuldavanda heimilanna í framhaldi af birtingu ...
Jóhanna boðar fund vegna skuldavanda heimilanna í framhaldi af birtingu skýrslu um stöðuna eftir helgi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Auðvitað stefnum við að því að ljúka þessu kjörtímabili,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ítarlegu viðtali við fréttavef Morgunblaðsins. Hún boðar samráð við sjálfstæðismenn og gagnrýnir stjórnarandstöðuna fyrir skort á hugmyndum um viðreisn atvinnulífsins.  

 - Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýna fundinn með ríkisstjórninni í dag og segja hana ekki hafa lagt fram neitt nýtt á borðið. Hvernig svararðu þeirri gagnrýni?

Lengi kallað eftir samráði

„Það hefur lengi verið kallað eftir því af hálfu stjórnarandstöðunnar, ekki síst sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, að koma að borðinu í samráði að því er varðar atvinnumálin og atvinnuuppbygginguna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa verið að kalla eftir því og núna síðast Alþýðusamband Íslands, sem við höfum átt fund með, þar sem það kallar eftir því að það verði myndað samskonar samstarf í kringum atvinnumálin og atvinnuuppbyggingu eins og verið hefur um skuldamál heimilanna.

Við brugðumst við þessu kalli og það kemur því á óvart að það virðist vera tregða hjá stjórnarandstöðunni að ganga til slíks breiðs samstarfs sem hefur verið kallað eftir mjög lengi. Það hefur til dæmis verið kallað eftir því þegar við höfum verið að ræða skuldavanda heimila við stjórnarandstöðuna að um leið yrði líka fjallað um atvinnumálin og atvinnuuppbygginguna og ég taldi því að þeir yrðu ánægðir með það að koma að þessu samstarfsborði sem við erum að kalla eftir, þar sem meðal annars yrði myndað svipað samráð þar sem nefndir þingsins og aðrir aðilar kæmu að þessu, á borð við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin.

Þess vegna kom mér það á óvart að þeir skyldu ekki taka því fagnandi að það yrði boðað til slíks samráðs. Þetta er auðvitað samráð sem við erum að bjóða upp á þar sem við viljum að allir komi að borðinu. Við lögðum fram samstarfsáætlun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum sem við teljum brýnt að allir komi að. Það er ýmislegt á döfinni sem ríkisstjórnin hefur verið með í þessum málum sem snýr að atvinnusköpun til skamms tíma og síðan til lengri tíma.

Það sem við settum fram við þá í dag, að við myndum móta saman umgjörð um atvinnulífið, samkeppnishæfni, skattaumhverfið, fjárfestingar, vinnumarkaðsúrræði og fleira. Auðvitað erum við að þessu til að skapa breiða samstöðu um þetta mál í þjóðfélaginu sem hefur verið kallað eftir. Auðvitað erum við að þessu í fullri alvöru og ef menn eru að spyrja hver stefnan sé að þá fórum við yfir það í dag.

Við erum að tala um stefnuna í nýsköpunarmálum, í mannaflsfrekum stórframkvæmdum, í grænum störfum og svo framvegis. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram sínar hugmyndir í þessum málum og þær munu sannarlega koma til umræðu ef þeir vilja fara í slíkt samráð. Ég held að það sé þetta sem verið er að kalla eftir og ef menn halda að þetta sé einhvert leikrit, eins og mér finnst þeir stundum vera að nefna, þá er full alvara að baki þessu hjá okkur.

Ég vona að það sé í fullri alvöru sem þeir hafa verið að kalla eftir slíku samstarfi. Það á líka við um samfélagið í heild að menn sitji saman að þessu borði og líka aðilar vinnumarkaðarins. Þannig að mér kom þetta á óvart að þeir dragi í efa að þetta sé ekki af fullum heilindum af okkar hálfu, því það er það svo sannarlega.“

Takast á við skuldavandann af einlægni

- Þór Saari fullyrðir að Ögmundur Jónasson sé eini ráðherra stjórnarinnar sem hafi raunverulegan áhuga á að koma til móts við skuldavanda heimilanna en að hinir ráðherrarnir hafi skellt skollaeyrum við því sem hann hafi lagt fram á þessum fundum. Hvernig svararðu þessu?

„Þetta er alrangt hjá Þór Saari og ýmislegt sem fram hefur komið frá honum er langt í frá í samræmi við sannleikann. Við í ríkisstjórninni erum öll algerlega sammála um að taka þurfi á skuldavanda heimilanna.

Það er það sem við höfum verið að gera og við erum í fullri einlægni í samstarfi um skuldavandann með þessum aðilum sem að þessu borði hafa komið, sem eru Hagsmunasamtök heimilanna, sem eru lífeyrissjóðirnir, sem eru bankarnir og Íbúðalánasjóður og við erum í fullri einlægni að þessu, ekki síður en Ögmundur Jónasson þannig að ég blæs á þetta og finnst þetta ómerkilegur málflutningur af Þór Saari ef hann telur að Ögmundur Jónasson sé eini maðurinn sem er í einlægni að taka á skuldavanda heimilanna.

En við þurfum líka að hafa í huga að gera það innan þess ramma sem þjóðarbúið þolir. Þess vegna kemur það mér á óvart ef hann heldur þessu fram.“

Spyr hvað stjórnarandstaðan vilji gera

- Á morgun, 4. nóvember, hefur verið boðað til mótmæla þegar þingið verður sett, eins og 4. október þegar þingið kom síðast saman. Hvað viltu segja við fólk sem glímir við skuldavanda og bíður eftir aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar?

„Ég vil fyrst svara því til að ég hefði gjarnan viljað sjá það koma skýrar fram hjá stjórnarandstöðunni hvað hún vilji gera til atvinnuuppbyggingar en komið hefur fram í þeirra tillögu. Þeir lögðu til sínar tillögur, bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, og ég hefði viljað fá fram hjá þeim skýrari stefnu í þessum málum.

Til dæmis er Sjálfstæðisflokkurinn að tala um verulega aukningu á kvótanum, 35.000 tonn, og það er ekkert mikið meira sem hann er að leggja fram í sambandi við atvinnuuppbyggingu nema stóriðjuna. Við erum tilbúin að skoða öll þessi mál en við viljum líka fara inn á ýmis önnur verkefni í sambandi við atvinnuuppbyggingu sem við erum með og þeir eru þá að hafna að skoða með okkur vilji þeir ekki koma að þessu samráðsborði. Varðandi mótmælin á morgun vildi ég koma því á framfæri að við erum að vinna á fullu í þessum málum eins og við lögðum upp með.

Það hafa komið fram 50 úrræði fyrir heimilin. Við höfum verið að skoða þessi mál og vitum að það þarf að gera betur fyrir mörg heimili í landinu og við erum að vinna í þessu í fullri einlægni. Þetta hefur tekið lengri tíma en við bjuggumst við þannig að mér finnst að menn ættu að skoða hver verður niðurstaðan í þessum málum.

Ég hef ekkert á móti því að menn séu að mótmæla séu mótmælin friðsamleg en við eigum eftir að fara yfir mat og áhrif af þessum 8 eða 9 tillögum sem reiknimeistarar hafa verið að skoða og reikna með Hagsmunasamtökum heimilanna. Það verður væntanlega á mánudaginn sem skýrsla þessarar nefndar liggur fyrir og þá viljum við í framhaldinu boða til fundar aftur í Þjóðmenningarhúsinu með öllum þeim aðilum sem komu að þessum málum fyrir þremur vikum.“

Boðar fund í Þjóðmenningarhúsinu

- Hvenær verður boðað til þessa fundar?

„Ég vil ekki tímasetja það en væntanlega verður skýrsla reiknimeistaranna tilbúin á mánudaginn og þá munum við kynna hana stjórnarandstöðunni. Þá myndi ég vilja boða til fundar með sambærilegum hætti eins og við gerðum í Þjóðmenningarhúsinu fyrir þremur vikum síðan, með öllum þessum aðilum sem að þurfa að koma að þessum málum, vegna þess að við þurfum að ná fram samstöðu um þau.

Þá munum við sjá hvert stefnir í þessum málum því að þá liggja fyrir allir kostirnir sem menn hafa verið að setja fram í þessum málum og þá reynir fyrst á hvort það sé samstaða um það og hvaða tillögur menn geta náð saman um. Ég bind vonir við það að þessir hópar geti náð samstöðu um niðurstöðu í þessum málum. Hver hún verður verðum við auðvitað að bíða og sjá til með þangað til það liggur fyrir.“

Málflutningur sem dæmir sig sjálfur

- Stjórnarandstaðan heldur því fram að stjórnin sé úrræðalaus og að hana skorti þrek til að taka á verkefnum fram undan. Hvernig bregstu við svona málflutningi?

„Hann dæmir sig sjálfur, þessi málflutningur. Ég vitna til þess hvaða árangri við erum að ná í efnahagsmálum sem skiptir miklu máli fyrir heimilin í landinu og atvinnulífið. Stjórnarandstaðan verður líka að horfa til þess hve jákvæður árangur hefur náðst í efnahagsmálum. Þeir verða náttúrulega að fara yfir þá stöðu sem við erum komin í efnahagsmálum.

Ég spyr: Hvar eru þeirra úrræði sjálfra? Það er auðvitað fráleitt að halda þessu fram vegna þess að ég held að það hafi verið haldið eins vel á þessum málum og kostur er og að menn eigi að fara af raunsæi yfir hvað hefur verið gert á þessu eina og hálfa ári, bæði varðandi atvinnuuppbygginguna og varðandi skuldamál heimilanna. Ég vitna nú bara í aðila sem hingað hafa komið og eru að hrósa þeim árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð í efnahagsmálum og það hlýtur að skipta miklu máli.

Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til. Það sem þessi þjóð þarf síst á að halda er sundurlyndi á Alþingi. Við sjáum það náttúrulega í skoðanakönnunum sem hafa farið fram hvað varðar stöðu þingsins. Ég held að menn ættu að reyna að ná saman um það sem er hægt að ná saman um í þessum málum og það sem við höfum verið að reyna að gera í ríkisstjórninni, bæði hvað varðar skuldavandann og atvinnumálin í stað þess að vera að kasta fram svona órökstuddum fullyrðingum eins og þeir eru að gera. Þetta er auðvitað fjarstæða sem þeir eru að halda fram.

Þetta sýnir ekki að þessir menn séu tilbúnir í það að ná einhverri breiðri samstöðu í samfélaginu um þau brýnu verkefni sem fram undan er. Það eru miklir erfiðleikar fram undan, ekki síst fjárlögin og kjarasamningar sem verða örugglega mjög erfiðir. Og þegar við erum í slíkri stöðu er ljóst að það sem á þarf að halda er samstaða eins og verkalýðshreyfingin er að kalla eftir en ekki sundrung eins og mér finnst koma fram í því sem stjórnarandstaðan er að ala á. Það á ekki að ala á sundrungu við þessar aðstæður sem eru í þjóðfélaginu heldur að ná fram betri samstöðu.“

Uppfull af bjartsýni

- Þú ert skipstjórinn á þessu skipi og stýrir stjórninni. Stjórnarandstæðingar eru að gagnrýna þig fyrir að vera ekki nógu sýnileg og að þú sért orðin þreytt á þessum tímapunkti. Hvað viltu segja um þessi tvö atriði?

„Þetta er alrangt. Ég er uppfull af bjartsýni fyrir hönd samfélagsins um að við getum náð okkur út úr þessu ef að við berum gæfu til þess að ná saman um lausn á erfiðleikunum. Við þurfum á jákvæðni að halda í samfélaginu en ekki svartsýni sem mér finnst of mikið bera á hjá stjórnarandstöðunni.

Ég mun leggja mig alla fram í þessari ríkisstjórn við að ná okkur upp úr þessum erfiðleikum. Við erum vel hálfnuð í þessu verki. Við erum að byrja að spyrna frá botninum og ég blæs bara á svona staðhæfingar. Þær eru fjarri öllu lagi.“

Ætlar að ljúka kjörtímabilinu

- Þú minnist á að þið séuð hálfnuð. Sérðu fyrir þér að þessi stjórn ljúki kjörtímabilinu?

„Já. Auðvitað stefnum við að því að ljúka þessu kjörtímabili og það er ágætt að þessir menn sem eru að gagnrýna okkur svona hart muni eftir því hvert er nú upphafið að þessum erfiðleikum sem við erum glíma við og hvort það sé nú ekki betra að ná saman um þau úrlausnarmál sem þjóðfélagið á við að etja heldur en að ala á sundrungu. Það eru mín skilaboð til þeirra,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 

Jóhanna Sigurðardóttir á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar fyrr á kjörtímabilinu.
Jóhanna Sigurðardóttir á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar fyrr á kjörtímabilinu. Golli
Jóhanna segir unnið að lausnum á skuldavanda heimilanna í samvinnu ...
Jóhanna segir unnið að lausnum á skuldavanda heimilanna í samvinnu við bankanna. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...