Icesave greiðslur hefjast í júlí 2016

Íslendingar munu endurgreiða Hollendingum og Bretum að fullu þá upphæð sem tapaðist vegna Icesave reikninga við fall Landsbankans.

Þetta hefur fréttastofan AFP eftir hollenska fjármálaráðherranum.

Endurgreiðslur munu hefjast í júlí 2016 og mun þeim ljúka árið 2046, skv. upplýsingum frá hollenska fjármálaráðuneytinu.

 „Um fullar endurgreiðslur verður að ræða af öllum upphæðum sem voru lagðir inn á Icesave reikningana,“ segir Jan Cees de Jager, fjármálaráðherra Hollands í bréfi til neðri deildar hollenska þingsins.

Hollendingar munu fá 1,7 milljarð á 3% vöxtum. Ekki liggur fyrir hversu háa upphæð Bretar munu fá, en fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum að bresku vextirnir séu 3,3%.mbl.is