Óvíst að ríkið ráði við Icesave

Pétur Blöndal.
Pétur Blöndal. mbl.is/Kristinn

„Ég er ekki viss um að íslenska ríkið ráði við Icesave-kröfuna. Áður en hún verður rædd í nefndum Alþingis verður að taka saman allar skuldir og ábyrgðir þjóðarbúsins og leggja fram áætlun um hvernig eigi að vinna úr þeim. Ég er sannfærður um að ríkisstjórnin hefur ekki næga yfirsýn yfir skuldastöðuna.“

Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag um svigrúm ríkisins til að efna nýja Icesave-samkomulagið. „Svo þarf að gera líkindamat á afleiðingum hugsanlegra málaferla og því að samþykkja samninginn. Um það stendur valið,“ segir Pétur sem óttast 10-20 ára stöðnun í hagkerfinu, verði ekkert að gert.

„Við horfum fram á skort á fjárfestingu og minni hagvöxt sem er ógnvænlegt. Fjárfesting stendur undir atvinnu á framkvæmdatímanum og síðan í framtíðinni. Mér sýnist skatta- og niðurskurðarstefna ríkisstjórnarinnar búa til hringrás stöðugt hærri skatta, sífellt meiri niðurskurðar og stöðnunar á öllum sviðum og brottflutnings.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert