Hreinsun heldur áfram á Óslófirði

Unnið að því að hreinsa upp olíu. Myndin er af …
Unnið að því að hreinsa upp olíu. Myndin er af vef sænsku siglingastofnunarinnra.

Hreinsun olíunnar á Óslófirði heldur áfram og í morgun hefur verið reynt að  nota  pramma með gröfu til að hreinsa olíu í ísnum við Sandey. Ísinn við strendur fjarðarins gerir norsku siglingastofnuninni hreinsunina erfiðari en ella og segir stofnunin að gæta þurfi vel að öryggi starfsmanna.

Varðskipið Harstad, systurskips nýja Þórs, sem er í smíðum fyrir Landhelgisgæsluna, vinnur nú ásamt skipum frá sænsku strandgæslunni við að hreinsa upp olíu undan Jómfrúrlandi. 

Sést hafa yfir 400 fuglar sem hafa lent í olíubrák. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert