Nóg komið af vitleysunni

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist treysta því að   ríkisstjórnin eða stjórnarflokkarnir leggi strax fram frumvarp um 70-80% skatt á laun sem fara yfir 1200 þúsund krónur á mánuði.

„Nú er nóg komið af vitleysunni," segir Ólína á bloggvef sínum. „Peningamenn skilja ekkert tungumál annað en peninga – og því verðum við að nota peningana til þess að setja þeim skorður: Ofurskatt á ofurlaun," segir hún.

Bloggvefur Ólínu 

mbl.is