Norðurþing sigraði

Lið Norðurþings.
Lið Norðurþings. mbl.is/Skapti

Norðurþing stóð uppi sem sigurvegari Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna, en liðið lagði nágranna sína í Akureyri í lokaþættinum. Leikar fóru 75-73. Lokahnykkurinn var geysispennandi og réðust úrslitin á lokaspurningunni.

Lið Akureyrar var með góða forystu lengst af, en Norðurþing stóð uppi sem meistari eftir frábæran lokakafla.

Keppnin fór fram í Hofi á Akureyri að viðstöddu fjölmenni og var þátturinn sýndur í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Lið Akureyrar.
Lið Akureyrar. mbl.is/Skapti
mbl.is