Holland hindri ESB-aðild og samvinnu við AGS

Geert Wilders leiðtogi Frelsisflokksins sætir nú réttarhöldum fyrir að ala …
Geert Wilders leiðtogi Frelsisflokksins sætir nú réttarhöldum fyrir að ala á hatri í garð múslima. reuters

„Ísland verður að borga féð til baka með hraði og þangað til verður engin aðstoð af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og engar samningaviðræður um aðild að Evrópusambandinu.“

Þetta segir Tony van Dijck, helsti talsmaður Frelsisflokksins (PVV) í Hollandi í fjármálum, um sýn flokksins á næstu skref í Icesave-deilunni, í Morgunblaðinu í dag.

Frelsisflokkurinn styður hollensku stjórnina en formaður flokksins, Geert Wilders, er einn umdeildasti stjórnmálamaður Evrópu vegna afstöðu sinnar til íslamstrúar.

Van Dijck segir De Jager, fjármálaráðherra Hollands, hafa brennt sig á samningum við Ísland. „Þetta verður ráðherranum lexía um að lána ekki gjaldþrota þjóðum fé, vegna þess að maður sér það ekki aftur. Það er erfitt að reyta reyttan kjúkling. Það sem við höfum horft upp á á Íslandi mun væntanlega senn gerast í Grikklandi, á Írlandi og í Portúgal.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert