Lögregla rannsakar nauðgun

Tilkynnt var um nauðgun á tjaldsvæðinu á Vindheimamelum í nótt. …
Tilkynnt var um nauðgun á tjaldsvæðinu á Vindheimamelum í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint Sverrir Vilhelmsson

Tilkynnt var um meinta nauðgun á tjaldstæðinu á Vindheimamelum í nótt þar sem landsmót hestamanna fer fram.

Fórnarlambið er tvítug stúlka. Að sögn lögreglu á staðnum er rannsókn í fullum gangi og verið er að afla sönnunargagna.

Lögreglan á Sauðárkróki tekur fram að atvikið endurspeglar á engan hátt ástandið á landsmóti hestamanna um helgina sem hefur farið mjög vel fram. Lögregla hefur þurft að hafa lítil afskipti af fólki.

mbl.is