Ekki gott að setja umsókn á ís

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ekki góður kostur fyrir neinn að setja málið á ís núna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi sem Heimsýn og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild stóð fyrir í Háskóla Íslands í dag. Yfirskrift fundarins var: Er skynsamlegt að leggja aðildarumsókn Íslands að ESB til hliðar?

„Eitt er víst að þessi spurning yfirgefur okkur og við þurfum að fá botn í það fyrr en síðar hvernig framtíðartengslum okkar við Evrópu verður háttað,“ sagði Steingrímur.

„Það er ekki góður kostur fyrir neinn að setja málið á ís núna. Ég tel augljóslega að það sé ekki góður kostur fyrir þá sem telja skynsamlegt að við göngum inn í Evrópusambandið. Ég held að það sé ekki heldur góður kostur fyrir okkur hin sem teljum að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið. Og það er augljóslega ekki góður kostur fyrir þann stóra hóp, sem við skulum ekki tala framhjá í þessari umræðu, sem vill skýra þetta mál og vill taka afstöðu til þess á grundvelli vitrænna upplýsinga. Þessi hópur er stór sem er ekki endilega með uppgerðan hug í þessum efnum, en  telur sig eiga heimtingu á því að hafa einhvern efnislegan grundvöll til þess að taka afstöðu til málsins. Það þarf fyrr eða síðar að gera það.“

Steingrímur sagði að ef ætti að hætta þessum viðræðum núna værum við litlu nær. Gerður hefði verið samanburður á löggjöf Íslands og ESB, þar sem fátt kæmi á óvart. „Það hefur ekki reynt enn á neinar af þeim eiginlegu grundvallarhagsmunum sem menn eru sammála um að varði Ísland mestu. Með öðrum orðum: Við værum sáralitlu nær og þrætan héldi áfram.“

Steingrímur sagði ekki útilokað að það slitnaði upp úr viðræðum við ESB vegna ágreinings um grundvallarmál. Önnur niðurstaða væri að menn kláruðu viðræður og þjóðin greiddi síðan atkvæði um samninginn. Steingrímur sagði að þróun mála í Evrópusambandinu skipti vissulega máli varðandi framtíð viðræðna. „Að sjálfsögðu getur enginn afsalað sér réttinum til að endurmeta stöðuna ef Evrópusambandið er allt að fara á hliðina, sem ég vona nú að verði ekki. Það hjálpar ekki neinum ef þar fer allt í vitleysu þó að maður fái stundum á tilfinningu hér heima að menn fyllist mikilli Þórðargleði yfir öllum erfiðleikum sem Evrópa glímir við, allt frá stöðu Grikklands og norður úr. Það finnst mér ekki geðlegum málflutningur.

Ísland þarf að skýra það til frambúðar hvernig tengslum við þetta langstærsta og mikilvægast viðskiptasvæði okkar verður. Það er ekki gott fyrir okkur út frá okkar þjóðarhagsmunum til langs tíma litið, að hafa þetta alltaf í höndunum og rífast um þetta endalaust. Ég hef mikinn áhuga á að við leiðum þetta til efnislegrar niðurstöðu sem markar stefnuna fyrir okkur dálítið inn í tímann.

Ég tel sjálfur sáralitlar líkur á að þjóðin sé að fara að samþykkja það að fara inn í Evrópusambandið og átta mig þess vegna ekki á því af hverju við ættum að vera svona hrædd sem deilum þeirri skoðun,“ sagði Steingrímur.

mbl.is

Innlent »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Éljagangur á Reykjanesbraut

06:45 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.  Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

06:41 Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Reykskynjarar hafa bjargað mannslífum
Reykskynjarinn með 10 ára rafhlöðu kominn aftur, Minnsti skynjarinn á markaðinum...
Sundföt
...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...