Staparnir gerðir að hliði að „Þorpinu“

Gestir Patreksfjarðar verða boðnir velkomnir í „Þorpið“.
Gestir Patreksfjarðar verða boðnir velkomnir í „Þorpið“. mbl.is/Helgi

Hópur áhugafólks vinnur að því að gera stapana við þjóðveginn til Patreksfjarðar að einskonar bæjarhliði.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þar geti vegfarendur einnig heyrt lesið fyrsta ljóðið úr ljóðabók Jóns úr Vör, Þorpinu, og síðar verði hægt að lesa eða hlusta á öll ljóðin úr bókinni á sögustöðum.

Staparnir eru áberandi við veginn í hlíðinni, skömmu áður en komið er til Patreksfjarðar. Haukur Már Sigurðarson kaupmaður og fleiri áhugamenn vinna að því að lýsa upp stapana og bergið ofan við veginn en þar er oft klakaveggur á vetrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »