Ákvað hvernig talið var fram

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Hilmarsson, fyrrum endurskoðandi Baugs og Gaums, sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ákveðið að iðgjöld vegna líftrygginga, sem ákært er vegna í skattahluta Baugsmálsins, hefðu ekki verið talin til hlunninda í samræmi við skattaframkvæmd. Þá sagði hann að einn ákæruliðurinn sem beinist gegn Kristínu Jóhannesdóttur væri til kominn vegna hans eigin mistaka.

Bæði Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jónsson eru ákærðir vegna þess að iðgjaldagreiðslur á líftryggingum þeirra og fleiri stjórnenda hjá Baugi voru ekki gefnar upp til skatts. Fyrir dómi í gær sagði Jón Ásgeir að í einhverjum tilvikum hefðu líftryggingar verið greiddar, í sumum tilvikum sjúkratryggingar og einhverjum tilvikum væri um lífeyrissparnað að ræða. Hann ítrekaði að útreikningur á launum og hlunnindum lykilstarfsmanna hefði verið í höndum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG. Hann hefði ekki komið að þessum útreikningum heldur hefðu þeir verið í höndum fagaðila.
Tryggvi Jónsson sagði fyrir dómi í gær að þar sem borguð hefðu verið iðgjöld af tryggingunum mánaðarlega hlytu þetta hlytu að vera einhverjar aðrar greiðslur en eingöngu líftryggingagreiðslur.

Stefán sagði fyrir dómi nú í morgun að um hefði verið að ræða meira en eingöngu líftryggingar, þetta hefðu líka verið vegna sjúkratrygginga. Þessi kostnaður hafi ekki talinn frádráttarbær fyrir Baug og því hefði félagið borgað skattinn af þessu. Þetta hafi verið gert miðað við viðtekna skattaframkvæmd á þessum árum og í samræmi við þrjá úrskurði yfirskattanefndar frá 1997. Hann sagði aðspurður af verjanda Jóns Ásgeirs, að hann hefði sjálfur tekið ákvörðun um þetta í samráði við Önnu Þórðardóttur. Jón Ásgeir hefði ekki komið nærri ákvörðuninni og jafnvel þótt hann hefði kynnt sér skil á staðgreiðslusköttum Baugs hefði hann ekki getað séð hvernig þessum málum var háttað.

Varðandi niðurfærslu á hlutafé í sænsku pizzufyrirtæki upp á um 74 milljónir. Stefán sagði að þetta hlutafé hefði verið talið tapað og því verið fært niður í reikningsskilum en hins vegar láðst að bakfæra það á skattaframtali. Þetta væru hans mistök. Um það ákæruatriði að Gaumur hafi vantalið söluhagnað upp á ríflega 900 milljónir sagði Stefán að í því tilviki hafi verið frestað að telja fram söluhagnað, í samræmi við reglur. Kristín hefði ekki gefið nein fyrirmæli um hvernig ætti að færa þessi viðskipti til bókar enda hefði það einfaldlega verið gert í samræmi við gildandi reglur.

Verjendur Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar spurðu skjólstæðinga sína öll að því í gær hvort þau hefðu fært bókhald fyrirtækjanna, skilað skattframtölum eða skilagreinum og fengu þau svör í öllum tilvikum að svo hefði ekki verið.
Jón Ásgeir sagði að hann hefði ekki sjálfur séð um skattframtöl sín á því tímabili sem ákæran tekur til heldur hefði annars vegar Ragnar Þórhallsson og hins vegar Stefán Hilmarsson séð um það.

Stefán sagði fyrir dómi í dag að Ragnar hefði séð um framtölin 1998 og 1999. Frá og með þeim tíma urðu skattskilin rafræn og eftir það sá Ragnar um að safna upplýsingum og gera uppkast en Stefán fór yfir þau og skilaði þeim inn til KPMG, endurskoðunarfyrirtækisins. Jón Ásgeir hafi treyst þeim fyrir framtalinu og Stefán hafi eitt sinn áritað það fyrir hönd Jóns Ásgeirs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins

00:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólar í Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, í pistli sem hún birtir á Facebook nú í kvöld, en þar segir hún leiðara Harðar í Fréttablaðinu á föstudaginn lýsa „sturlaðri“ stemmningu í „herbúðum óvina vinnandi stétta.“ Meira »

Bílvelta í Öxnadal

Í gær, 21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

Í gær, 20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafist við í tjaldi úti skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market málinu

Í gær, 20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

Í gær, 19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

60 þúsund á mánuði fyrir bókaskrif

Í gær, 19:00 Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Meira »

Hlýnun jarðar kallar á aukið samstarf

Í gær, 18:42 Alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar jarðar á umhverfi og samfélög á norðurslóðum. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hún ávarpaði gesti á þingi Hringborði norðursins. Meira »

Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

Í gær, 18:30 Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti æfðu björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar á Nesjavöllum í gær. Æfingunum er ætlað að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum. Meira »

Gangi út fyrir sig og aðrar konur

Í gær, 17:59 „Við erum að núna að setja kröfuna á atvinnurekendur og opinberar stofnanir um að það verði raunverulega settir í gang ferlar og verklagsferlar. Eins og hefur komið í ljós væri synd að segja að þetta sé allt saman komið í lag,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018. Meira »

Eldur í rusli í Varmadal

Í gær, 16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

Í gær, 16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

Í gær, 15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

Í gær, 15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

Í gær, 14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

Í gær, 14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

Í gær, 14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

Í gær, 13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

Í gær, 12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

Í gær, 10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...