Ákvað hvernig talið var fram

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Hilmarsson, fyrrum endurskoðandi Baugs og Gaums, sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ákveðið að iðgjöld vegna líftrygginga, sem ákært er vegna í skattahluta Baugsmálsins, hefðu ekki verið talin til hlunninda í samræmi við skattaframkvæmd. Þá sagði hann að einn ákæruliðurinn sem beinist gegn Kristínu Jóhannesdóttur væri til kominn vegna hans eigin mistaka.

Bæði Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jónsson eru ákærðir vegna þess að iðgjaldagreiðslur á líftryggingum þeirra og fleiri stjórnenda hjá Baugi voru ekki gefnar upp til skatts. Fyrir dómi í gær sagði Jón Ásgeir að í einhverjum tilvikum hefðu líftryggingar verið greiddar, í sumum tilvikum sjúkratryggingar og einhverjum tilvikum væri um lífeyrissparnað að ræða. Hann ítrekaði að útreikningur á launum og hlunnindum lykilstarfsmanna hefði verið í höndum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG. Hann hefði ekki komið að þessum útreikningum heldur hefðu þeir verið í höndum fagaðila.
Tryggvi Jónsson sagði fyrir dómi í gær að þar sem borguð hefðu verið iðgjöld af tryggingunum mánaðarlega hlytu þetta hlytu að vera einhverjar aðrar greiðslur en eingöngu líftryggingagreiðslur.

Stefán sagði fyrir dómi nú í morgun að um hefði verið að ræða meira en eingöngu líftryggingar, þetta hefðu líka verið vegna sjúkratrygginga. Þessi kostnaður hafi ekki talinn frádráttarbær fyrir Baug og því hefði félagið borgað skattinn af þessu. Þetta hafi verið gert miðað við viðtekna skattaframkvæmd á þessum árum og í samræmi við þrjá úrskurði yfirskattanefndar frá 1997. Hann sagði aðspurður af verjanda Jóns Ásgeirs, að hann hefði sjálfur tekið ákvörðun um þetta í samráði við Önnu Þórðardóttur. Jón Ásgeir hefði ekki komið nærri ákvörðuninni og jafnvel þótt hann hefði kynnt sér skil á staðgreiðslusköttum Baugs hefði hann ekki getað séð hvernig þessum málum var háttað.

Varðandi niðurfærslu á hlutafé í sænsku pizzufyrirtæki upp á um 74 milljónir. Stefán sagði að þetta hlutafé hefði verið talið tapað og því verið fært niður í reikningsskilum en hins vegar láðst að bakfæra það á skattaframtali. Þetta væru hans mistök. Um það ákæruatriði að Gaumur hafi vantalið söluhagnað upp á ríflega 900 milljónir sagði Stefán að í því tilviki hafi verið frestað að telja fram söluhagnað, í samræmi við reglur. Kristín hefði ekki gefið nein fyrirmæli um hvernig ætti að færa þessi viðskipti til bókar enda hefði það einfaldlega verið gert í samræmi við gildandi reglur.

Verjendur Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar spurðu skjólstæðinga sína öll að því í gær hvort þau hefðu fært bókhald fyrirtækjanna, skilað skattframtölum eða skilagreinum og fengu þau svör í öllum tilvikum að svo hefði ekki verið.
Jón Ásgeir sagði að hann hefði ekki sjálfur séð um skattframtöl sín á því tímabili sem ákæran tekur til heldur hefði annars vegar Ragnar Þórhallsson og hins vegar Stefán Hilmarsson séð um það.

Stefán sagði fyrir dómi í dag að Ragnar hefði séð um framtölin 1998 og 1999. Frá og með þeim tíma urðu skattskilin rafræn og eftir það sá Ragnar um að safna upplýsingum og gera uppkast en Stefán fór yfir þau og skilaði þeim inn til KPMG, endurskoðunarfyrirtækisins. Jón Ásgeir hafi treyst þeim fyrir framtalinu og Stefán hafi eitt sinn áritað það fyrir hönd Jóns Ásgeirs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...