Ákvað hvernig talið var fram

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Hilmarsson, fyrrum endurskoðandi Baugs og Gaums, sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ákveðið að iðgjöld vegna líftrygginga, sem ákært er vegna í skattahluta Baugsmálsins, hefðu ekki verið talin til hlunninda í samræmi við skattaframkvæmd. Þá sagði hann að einn ákæruliðurinn sem beinist gegn Kristínu Jóhannesdóttur væri til kominn vegna hans eigin mistaka.

Bæði Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jónsson eru ákærðir vegna þess að iðgjaldagreiðslur á líftryggingum þeirra og fleiri stjórnenda hjá Baugi voru ekki gefnar upp til skatts. Fyrir dómi í gær sagði Jón Ásgeir að í einhverjum tilvikum hefðu líftryggingar verið greiddar, í sumum tilvikum sjúkratryggingar og einhverjum tilvikum væri um lífeyrissparnað að ræða. Hann ítrekaði að útreikningur á launum og hlunnindum lykilstarfsmanna hefði verið í höndum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG. Hann hefði ekki komið að þessum útreikningum heldur hefðu þeir verið í höndum fagaðila.
Tryggvi Jónsson sagði fyrir dómi í gær að þar sem borguð hefðu verið iðgjöld af tryggingunum mánaðarlega hlytu þetta hlytu að vera einhverjar aðrar greiðslur en eingöngu líftryggingagreiðslur.

Stefán sagði fyrir dómi nú í morgun að um hefði verið að ræða meira en eingöngu líftryggingar, þetta hefðu líka verið vegna sjúkratrygginga. Þessi kostnaður hafi ekki talinn frádráttarbær fyrir Baug og því hefði félagið borgað skattinn af þessu. Þetta hafi verið gert miðað við viðtekna skattaframkvæmd á þessum árum og í samræmi við þrjá úrskurði yfirskattanefndar frá 1997. Hann sagði aðspurður af verjanda Jóns Ásgeirs, að hann hefði sjálfur tekið ákvörðun um þetta í samráði við Önnu Þórðardóttur. Jón Ásgeir hefði ekki komið nærri ákvörðuninni og jafnvel þótt hann hefði kynnt sér skil á staðgreiðslusköttum Baugs hefði hann ekki getað séð hvernig þessum málum var háttað.

Varðandi niðurfærslu á hlutafé í sænsku pizzufyrirtæki upp á um 74 milljónir. Stefán sagði að þetta hlutafé hefði verið talið tapað og því verið fært niður í reikningsskilum en hins vegar láðst að bakfæra það á skattaframtali. Þetta væru hans mistök. Um það ákæruatriði að Gaumur hafi vantalið söluhagnað upp á ríflega 900 milljónir sagði Stefán að í því tilviki hafi verið frestað að telja fram söluhagnað, í samræmi við reglur. Kristín hefði ekki gefið nein fyrirmæli um hvernig ætti að færa þessi viðskipti til bókar enda hefði það einfaldlega verið gert í samræmi við gildandi reglur.

Verjendur Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar spurðu skjólstæðinga sína öll að því í gær hvort þau hefðu fært bókhald fyrirtækjanna, skilað skattframtölum eða skilagreinum og fengu þau svör í öllum tilvikum að svo hefði ekki verið.
Jón Ásgeir sagði að hann hefði ekki sjálfur séð um skattframtöl sín á því tímabili sem ákæran tekur til heldur hefði annars vegar Ragnar Þórhallsson og hins vegar Stefán Hilmarsson séð um það.

Stefán sagði fyrir dómi í dag að Ragnar hefði séð um framtölin 1998 og 1999. Frá og með þeim tíma urðu skattskilin rafræn og eftir það sá Ragnar um að safna upplýsingum og gera uppkast en Stefán fór yfir þau og skilaði þeim inn til KPMG, endurskoðunarfyrirtækisins. Jón Ásgeir hafi treyst þeim fyrir framtalinu og Stefán hafi eitt sinn áritað það fyrir hönd Jóns Ásgeirs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafa fundið fyrir miklum meðbyr

12:02 „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Það er búið að vera mikið stuð í skoðanakönnunum og nú er stóra stundin runnin upp,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Árbæjarskóla. Meira »

Vantraustsyfirlýsingin stendur óhögguð

12:01 Vantraustsyfirlýsing VR í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, stendur, en stjórnarmönnum VR er frjálst að hafa sínar skoðanir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér í dag. Meira »

Ánægð með fylgisaukningu

11:39 „Ég er mjög spennt og líst vel á, við höfum verið að tvöfalda fylgi okkar í könnunum,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sem greiddi atkvæði í Árbæjarskóla í Reykjavík klukkan ellefu í dag. Meira »

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

11:29 Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Fall meirihlutans kæmi ekki á óvart

11:27 „Það mikið svigrúm vegna þess hve margir eru óákveðnir og ósk mín eru sú að kjörsókn verði mikil í dag,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hlíðarskóla um ellefuleytið. Meira »

Var látinn borga fyrir umferðaskilti

11:15 Erlendur ferðamaður sem var að fara í gegnum vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni reyndist vera með íslenskt umferðarskilti í fórum sínum. Um var að ræða skilti sem gaf til kynna að bifreiðastöður væru bannaðar. Meira »

Setja 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit í sölu

11:15 Fasteignafélagið Blómaþing hefur sett í sölu 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit. Með því eru nær allar íbúðir á reitnum komnar í sölu. Söluverðmæti nýju íbúðanna er vel á annan milljarð króna. Meira »

Hvetur alla á kjörstað

11:03 „Það stefnir í spennandi kosningar“, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Hann greiddi atkvæði í ráðhúsinu um hálf ellefu í dag. Meira »

Vongóð þrátt fyrir fylgistap

10:46 „Ég er bjartsýn. Skoðanakannanir hafa verið misvísandi sem segir mér að margir séu óákveðnir,“ sagði Líf Magneudóttir í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hagaskóla. Meira »

Kosið á vaktinni

10:44 Lögreglumennirnir Jón Arnar Sigurþórsson og Guðrún Hildur Hauksdóttir voru á vaktinni í Borgarnesi og komu í Hjálmaklett til að greiða atkvæði sín. Kjörsókn hefur farið rólega af stað í Borgarnesi, enda veðrið ekki til að reka á eftir fólki að koma sér á kjörstað. Meira »

Oddvitinn segist hafa kosið Framsókn

10:39 „Ég kaus Framsóknarflokkinn,“ segir Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og hlær þegar mbl.is spurði hann hvernig hann metur á stöðuna, en hann greiddi atkvæði í Breiðagerðisskóla klukkan tíu í morgun. Meira »

Sterk undiralda sem vill breytingar

10:21 „Sú undiralda sem við höfum fundið er sterk. Fólk vill breytingar í borginni,“ sagði Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, sem greiddi atkvæði um tíuleytið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Sanna Magdalena segist bjartsýn

09:51 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan hálf tíu í morgun. Hún sagðist mjög bjartsýn um möguleika flokksins að ná kjöri inn í borgarstjórn. Meira »

Vilja stuðla að íslenskukennslu

09:37 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun Kaupmannahafnarháskóla að leggja af kennslu í íslensku, bæði forníslensku og nútímaíslensku. Meira »

Búið að opna kjörstaði

09:28 Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu, en kosið verður til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi. Á Ísafirði mætti Birgir Sveinsson fyrstur manna á kjörstað, en þrír listar eru þar í framboði að þessu sinni. Meira »

Vara við vatnavöxtum og skriðuföllum

08:42 Spáð er talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Varað hefur verið við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðuföllum og gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Suðurlandi er kjördagur heilsar með sunnanstrekkingi og rigningu. Meira »

Kosið til sveitarstjórna í dag

08:30 Kosið verður til sveitarstjórna í 71 sveitarfélagi í dag og opna flestir kjörstaðir klukkan níu. Sveitarfélögunum fækkar um tvö vegna sameininga á Suðurnesjum og Austfjörðum og sjálfkjörið er í einu, Tjörneshreppi. Meira »

Leyfum til áfengisframleiðslu fjölgar

08:18 „Það er auðvitað frábært að einhver sé að gera eitthvað nýtt á þessum markaði. Það er mun meiri fjölbreytni nú en var fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður. Útgefnum leyfum til áfengisframleiðslu á Íslandi hefur fjölgað mjög síðustu ár. Meira »

Helgi ritar skákævisögu Friðriks

07:57 Unnað er að ritun og útgáfu Skákævisögu Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Skáksögufélag Íslands hefur veg og vanda af útgáfunni og hefur gert samning við Helga Ólafsson stórmeistara um að vera aðalritstjóri og höfundur. Meira »
Íbúð til leigu
Til leigu 3ja herbergja íbúð með bílskúr á svæði 110 Reykjavík. Langtímaleiga....
Sumarhús- gestahús- breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
PENNAR
...
 
Skólastjóri tónlistarskólans
Listir
Laus störf í Skaftárhreppi Starf ...
Deildarstjóri fjármálasvið
Sérfræðistörf
DEILDARSTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI DRÍF...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Vélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, ...
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...