Vantar enn 30 milljónir

Guðmundur Felix Grétarsson.
Guðmundur Felix Grétarsson. mbl/Sighvatur Sighvatur Ómar Kristinsson

„Þetta gengur bara rosa vel,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson en hann er búinn að ná tæpum fjórðungi af þeim 40 milljónum sem hann stefnir að því að safna svo hann komist til Frakklands þar sem á að græða á hann handleggi.

„Ég er kominn með níu milljónir núna," segir Guðmundur en svo eigi eftir að telja með tekjur af innhringingum í gegnum símanúmerin sem eru birt á bloggsíðu hans hendur.is. Einnig eigi Oddfellow reglur eftir að fjalla um hvort hann fái styrki og svo sé fjáröflunarsamkoma í næstu viku.

Í næstu viku standa stuðningsaðilar fyrir fjáröflunarsamkomu í Veisluturninum við Smáratorg, þar sem boðið verður upp á mat á franska vísu, tónlistaratriði og listmunauppboð.

Guðmundur segist verða með borð fyrir utan ÁTVR í Kringlunni núna á laugardaginn þar sem hann selji sjálfur miða á samkomuna, frá og með hádegi. Frekari upplýsingar um á hvaða stöðum öðrum megi kaupa miða, má finna í viðhengi hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert