Fjárlögin afgreidd úr nefnd

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur afgreitt fjárlögin fyrir árið 2012 út úr nefndinni. Fjárlaganefnd hittist klukkan sex í dag og var fundinum lokið fyrir sjö. Fjárlögin verða því tekin til þriðju umræðu á þriðjudaginn.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, er ánægð með að þetta skuli vera komið í höfn. „Þessu er lokið hjá okkur í bili. Ég tel allt vera komið og mikilvægt að þetta fari í umræðu sem fyrst og verði klárað,“ segir Sigríður um málið. Hún vildi ekki tjá sig um innihald fjárlagana og sagði tillögur fjárlaganefndar trúnaðarmál þar til þær birtast á þingskjölum. „Það er meðal annars lögð áhersla á velferðarmál, annars birtast tillögur á þingskjölum eftir helgi,“ sagði Sigríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina