Jón Bjarnason: Þjóðaratkvæði um ESB samhliða forsetakosningum

Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvetur til þess í grein í Morgunblaðinu í dag að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna að ESB samhliða forsetakosningunum í sumar.

Í greininni segir Jón: „Við þekkjum nú vel kröfur ESB. Að óbreyttu fer aðlögun að ESB á fullt og erfitt getur verið að kippa einstökum hlutum aðlögunarsamningsins til baka þó svo samningurinn í heild verði felldur. Leggjum framhald aðlögunarinnar að ESB því í dóm þjóðarinnar áður en lengra er haldið.“

Grein Jóns Bjarnasonar má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina