Segir Össur vilja draga málið á langinn

Ragnar Arnalds, fyrrum fjármálaráðherra.
Ragnar Arnalds, fyrrum fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

„Ríkisstjórn og Alþingi ber skylda til að taka allt aðildarferlið til endurskoðunar, krefjast tafarlausra svara frá ESB um þau samningsmarkmið sem fólust í samþykkt Alþingis á aðildarumsókninni,“ skrifar Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, á vef Vinstrivaktarinnar gegn ESB. Í framhaldinu eigi að gefa þjóðinni kost á að segja hvort hún vill halda umsókninni áfram eða ekki.

Ragnar tekur þar með undir með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa nýverið kallað eftir því að umsóknarferlinu verði flýtt og kosið um inngöngu í ESB sem allra fyrst.

„Össur og forystumenn ESB gera sér grein fyrir því að mikill meirihluti Íslendinga er andvígur aðild. Jafnframt er aðdráttarafl evrunnar í lágmarki. Þeir vilja því draga það á langinn að niðurstaða fáist í von um að betra tækifæri bjóðist á næsta kjörtímabili til að ná Íslandi undir stjórn ESB,“ segir Ragnar.

Pistill Ragnars Arnalds

mbl.is

Bloggað um fréttina