Auka samstarf um rannsóknir á norðurslóðum

Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands á fundi í ...
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands á fundi í París í dag.

Íslensk og frönsk stjórnvöld munu stórauka samstarf um norðurslóðarannsóknir. Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands í París í dag og var nánar útfært á fundi ráðherra með Michel Rocard fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegum sendiherra Frakka í málefnum heimskautasvæðanna, segir í frétt utanríkisráðuneytisins.

Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Íslendingar og Frakkar vilja koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og Pierre og Marie Curie vísindastofnunarinnar í París. Íslendingum verði boðin þátttaka í verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál þar sem jafnhliða yrði sett upp sýning með verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara.

Á fundi Össurar og Juppé fór utanríkisráðherra yfir endurreisn Íslands eftir efnahagshrunið og þakkaði Frökkum stuðninginn við efnahagsáætlunina hjá AGS.  Ráðherra fór yfir sjónarmið Íslendinga í Icesave deilunni og skýrði frá því hvernig endurheimtur úr búi Landsbankans myndu standa undir forgangskröfum, segir í frétt ráðuneytisins.

Ráðherrarnir ræddu þá valkosti sem Íslendingar stæðu frammi fyrir í gjaldeyrismálum og kom fram að franski utanríkisráðherrann taldi evruna augljóslega besta kostinn fyrir Íslendinga, sérstaklega eftir aðgerðirnar sem hefði verið farið í á evrusvæðinu.

Utanríkisráðherra lýsti stöðunni í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegsmála fyrir íslenskan efnahag og þjóðarsál. Ráðherra sagði það eindreginn vilja Íslendinga að hefja efnislegar viðræður um sjávarútvegsmálin sem fyrst. Franski ráðherrann tók undir að viðræðurnar hefðu hingað til gengið vel, lýsti vilja til að erfiðir kaflar yrðu opnaðir sem fyrst og kvaðst þess fullviss að hægt yrði að ná ásættanlegum lausnum.

Alain Juppé fór yfir afstöðu Frakka og Evrópusambandsins gagnvart kjarnorkuáætlun Írana og hugmyndum ísraelskra ráðamanna um árásir á írönsk skotmörk. Eins ræddu ráðherrarnir hvernig unnt væri að binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu.

mbl.is

Innlent »

Stöðugleikinn „með ólíkindum“

13:04 Veðrið á Íslandi er oft sagt óútreiknanlegt. Fyrir hádegi skín sól, eftir hádegi haglél og þess á milli eitthvað allt annað. Síðustu vikur hefur veðurfar þó verið óvenjustöðugt, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Meira »

Alvarlega særður eftir hnífstungu

12:16 Karlmaður er alvarlega særður eftir hnífstungu á Akranesi í nótt. Að sögn yfirlögregluþjóns var maðurinn fluttur á Landspítalann í nótt en er kominn úr lífshættu. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

11:15 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

10:50 „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

10:10 Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Meira »

Kenna sirkuslistir

09:43 Á laugardögum í sumar hafa nokkrir drengir tekið að sér að kenna sirkuslistir á Klambratúni. Þrír þeirra mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og reyndu að kenna Loga og Rikku einföldustu atriði. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Vissu ekki af veikindum Dags

05:30 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Meira »

Fundu mannvistarleifar frá landnámi

05:30 Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu. Meira »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Lóð til sölu
Glæsilegar eignarlóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og skógi va...