Auka samstarf um rannsóknir á norðurslóðum

Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands á fundi í ...
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands á fundi í París í dag.

Íslensk og frönsk stjórnvöld munu stórauka samstarf um norðurslóðarannsóknir. Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands í París í dag og var nánar útfært á fundi ráðherra með Michel Rocard fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegum sendiherra Frakka í málefnum heimskautasvæðanna, segir í frétt utanríkisráðuneytisins.

Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Íslendingar og Frakkar vilja koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og Pierre og Marie Curie vísindastofnunarinnar í París. Íslendingum verði boðin þátttaka í verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál þar sem jafnhliða yrði sett upp sýning með verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara.

Á fundi Össurar og Juppé fór utanríkisráðherra yfir endurreisn Íslands eftir efnahagshrunið og þakkaði Frökkum stuðninginn við efnahagsáætlunina hjá AGS.  Ráðherra fór yfir sjónarmið Íslendinga í Icesave deilunni og skýrði frá því hvernig endurheimtur úr búi Landsbankans myndu standa undir forgangskröfum, segir í frétt ráðuneytisins.

Ráðherrarnir ræddu þá valkosti sem Íslendingar stæðu frammi fyrir í gjaldeyrismálum og kom fram að franski utanríkisráðherrann taldi evruna augljóslega besta kostinn fyrir Íslendinga, sérstaklega eftir aðgerðirnar sem hefði verið farið í á evrusvæðinu.

Utanríkisráðherra lýsti stöðunni í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegsmála fyrir íslenskan efnahag og þjóðarsál. Ráðherra sagði það eindreginn vilja Íslendinga að hefja efnislegar viðræður um sjávarútvegsmálin sem fyrst. Franski ráðherrann tók undir að viðræðurnar hefðu hingað til gengið vel, lýsti vilja til að erfiðir kaflar yrðu opnaðir sem fyrst og kvaðst þess fullviss að hægt yrði að ná ásættanlegum lausnum.

Alain Juppé fór yfir afstöðu Frakka og Evrópusambandsins gagnvart kjarnorkuáætlun Írana og hugmyndum ísraelskra ráðamanna um árásir á írönsk skotmörk. Eins ræddu ráðherrarnir hvernig unnt væri að binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu.

mbl.is

Innlent »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...