Friðarsúlan kveikt á vorjafndægri

Friðarsúlan í Viðey
Friðarsúlan í Viðey mbl.is/RAX

Friðarsúlan í Viðey verður kveikt á vorjafndægri, í dag, og mun lýsa hvert kvöld til 27. mars.

Með þessu móti vill Reykjavíkurborg fagna hækkandi sól og þeirri staðreynd að dagur er orðinn lengri en nótt.

Siglt er til Viðeyjar kl. 20:00 öll kvöld sem kveikt er á Friðarsúlunni, að því er segir í fréttatilkynningu. Síðast var súlan kveikt á afmælisdegi Yoko Ono í síðasta mánuði.

mbl.is