Gæti tafið ESB-viðræðurnar

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Makríldeilan gæti sett strik í reikning aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins, að mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar. Árni Þór hafnar því að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna einarðrar afstöðu með hagsmunum Íslands. Menn „fabúleri“ sem segi það.

Árni Þór fór fyrir fjórða fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í fyrradag og lýsir þeim umræðum sem þar fóru fram svo:

Skiptar skoðanir um viðræðurnar

„Það var rætt almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Það var farið yfir málið og voru skiptar skoðanir um það. Síðan var rætt um ályktun Evrópuþingsins um stöðu aðildarviðræðna og framvinduskýrsluna sem varð að nokkru umtalsefni hér í fjölmiðlum og á þingi. Svo ræddum við sérstaklega sjávarútvegsmál og auðvitað stöðuna gagnvart þeim flokki í aðildarviðræðunum og líka um makrílmálið," segir Árni Þór sem mætti á fundinn ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra og formanni VG.

„Sjávarútvegsráðherra mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem Ísland hefur haldið fram gagnvart viðræðunum við hinar strandveiðiþjóðirnar um breytt mynstur makrílsins og hvernig hann hefur gengið á undanförnum árum í íslenska lögsögu. Hann er farinn að ganga hér í talsverðum mæli.

Hann er hér í lögsögunni í all8 marga mánuði. Þyngd hans eykst um 60% þessa þrjá til fimm mánuði sem hann er í íslenskri lögsögu. Svo eru komnar fram vísbendingar um að hann hrygni í íslenskri lögsögu líka. Þannig að við fórum yfir rökin fyrir því að við eigum tiltekna hlutdeild í heildarveiðinni.

Rætt var hvað mönnum hefur farið á milli varðandi hugmyndir eins og Norðmenn og Evrópusambandið hafa verið með, hver hlutdeild Íslendinga og Færeyinga gæti orðið og hvaða sjónarmið við höfum sett á móti og af hverju það er svona langt á milli manna í makrílmálinu."

Fullyrða að málin séu ótengd

- Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagt makríldeiluna ekki beinlínis liðka fyrir aðildarviðræðunum?

„Það er svolítið erfitt að segja til um það. Það má segja að af hálfu ESB – og að minnsta kosti þeirra sem standa að aðildarviðræðunum við okkur – að þá hefur þetta verið sagt ótengd mál sem varði tvíhliða samskipti Íslendinga og ESB og að svo blandist inn í þetta ríki eins og Noregur og Færeyjar sem eru auðvitað ekki í neinum viðræðum við ESB um aðild."

Er þetta ekki vanmat á mikilvægi makrílmálsins?

„Þetta er það sem þeir segja sem standa í viðræðunum við okkur, stækkunardeildin og aðrir. En Evrópusambandið er flókið fyrirbæri og það er auðvitað á ýmsum öðrum stöðum innan Evrópusambandsins verið að segja eitthvað annað. Það á við um sjávarútvegsdeildina og það getur átt við einstaka ráðherra í aðildarríkjum Evrópusambandsins eins og við höfum heyrt frá sjávarútvegsráðherrum Írlands og Bretlands.

Þeir tengja þetta óneitanlega saman. Menn skiptast á skoðunum um þetta á sameiginlegum fundi þingmannanefndarinnar sem er auðvitað ekki neinn ákvörðunarvettvangur. Þetta er samráðsvettvangur þingmanna fyrst og fremst og við köllum þarna fyrir ráðherra, fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þannig að þessi viðhorf koma þá fram af okkar hálfu og þeir skýra sín viðhorf.

En það má segja að þó hafi staðið upp úr að allir geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að stunda rányrkju á makrílnum ár eftir ár. Það endar þá eins og með kolmunann. Makríllinn hverfur og það tapa allir á því. Að sjálfsögðu gera allir sér grein fyrir því að fyrr eða síðar verður að ná einhverju samkomulagi um sjálfbæra nýtingu á þessum stofni. Spurningin er hversu langan tíma menn hafa til þess og hversu sveigjanlegir menn verða í samningaviðræðum."

Vill yfirsýn fyrir kosningar

- Hvað með hraðann á ESB-viðræðunum? Ögmundur Jónasson hefur lýst því yfir að það þurfi að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það taki lengri tíma. Hvernig finnst sér takturinn vera?

„Við ítrekuðum, bæði Steingrímur og við þingmennirnir, það sem við höfum sagt í alllangan tíma, að við teljum mjög mikilvægt að menn komist í gang með þessa mikilvægu kafla, ekki síst sjávarútvegsmálin. Á móti segir Evrópusambandið að það séu ýmsar ástæður fyrir því að það hefur tafist, bæði vegna þess að undirbúningsvinnan hefur verið tímafrekari og síðan er Evrópusambandið í þessari stöðu að vera að vinna að einhvers konar endurskoðun á sinni sjávarútvegsstefnu.

Þannig að þar á bæ hafa menn ekki vitað í hvaða fót þeir eiga að stíga varðandi það. Hvað mæta þeir með í samningaviðræðurnar við Ísland? Er það gamla sjávarútvegsstefnan sem er við lýði í dag eða eru það einhverjar hugmyndir um breytingar? Þetta eru skýringarnar en það breytir ekki því að óvissan er óheppileg."

Vill ekki setja tímamörk

- Hvaða tímamarka ertu þá að horfa til í aðildarviðræðunum?

„Ég hef ekki viljað setja mér nein sérstök tímamörk í þessu. Mér finnst að málið verði að fá að hafa sinn gang. En við höfum lagt á það mikið kapp að sjávarútvegskaflinn verði opnaður helst á miðju þessu ári. Þá er ég að tala um mánaðamótin júní/júlí, einhvers staðar þar í kring. Það fer eftir tímasetningu á ríkjaráðstefnu sem er líklega seint í júní eða þá strax í haust.

Það er allavega mitt mat að það þurfi að knýja á um að þær viðræður verði að minnsta kosti komnar vel á rekspöl þegar kemur að næstu þingkosningum þannig að menn viti nokkurn veginn hvað er í gangi þar.

Ég vil allavega hafa góða yfirsýn um hvað er verið að tala. Ég er ekkert að segja að það verði að vera búið að ljúka viðræðunum endanlega. En ég tel allavega mikilvægt að menn séu komnir það vel áleiðis í þeim að menn viti nokkurn veginn um hvað er verið að tala, hvar ágreiningurinn liggur og hvaða hugmyndir ESB hefur um Ísland í samhengi við sjávarútvegsmálin.

Það kom fram, að ég held ég geti fullyrt, að það hafi verið almennt sjónarmið að menn telja að það þurfi að taka upp viðræðurnar og sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir því að hann teldi líklegt að það myndi gerast síðsumars eða strax í haust vegna þess að nú eru allir búnir að gefa út kvóta fyrir næsta fiskveiðiár."

ESB gæti sagt nei

- Yrði þetta nógu snemma til að yfirsýnin sem þú nefndir liggi fyrir í kringum næstu þingkosningar?

„Ég lít auðvitað svo á að þetta séu aðskildir hlutir og vil halda því til streitu. En það verður þá bara að koma í ljós hvort ESB segir: „Nei, við opnum ekki kaflann fyrr en búið er að leysa makrílmálið,“ en ég á eftir að sjá sambandið gera það.““

- Þannig að það er ekki útilokað að makríldeilan muni leiða til þess að við sjáum ekki hvar landið liggur áður en gengið verður til næstu þingkosninga?

„Nei. Það er ekki útilokað."

Vísar umræðu á bug

- Nú er umræða um það á hægri vængnum, meðal annars af hálfu Styrmis Gunnarssonar, að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna harðrar afstöðu sinnar með hagsmunum Íslands. Er þetta rétt?

„Það tel ég alls ekki. Ég tel að menn séu eitthvað að fabúlera þarna. Eftir því sem ég best veit þá var í gildi samningur milli sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins um að Tómas starfaði tiltekið starfshlutfall fyrir sjávarútvegsráðuneytið, sérstaklega á sviðum þar sem ekki væru til samningar frá því árið áður.

Það hefur átt við um hvalinn og það hefur átt við um makrílinn. Mér skilst að utanríkisráðuneytið hafi byrjað að ræða það við sjávarútvegsráðuneytið strax snemma á síðasta ári að það vildi fá Tómas aftur í fullt starf í utanríkisráðuneytinu.

Það helgast auðvitað af því að hann er eini þjóðréttarfræðingurinn sem er starfandi í utanríkisráðuneytinu sem er auðvitað umhugsunarefni fyrir heila þjóð,“ segir Árni Þór og heldur áfram. 

Þarf að kynna samningana formlega

„Það eru tugir ef ekki hundruð þjóðréttarsamninga sem alltaf eru í gangi með einum eða öðrum hætti og við innleiðum þá ekki þó við séum búin að undirrita þá fyrr en þeir eru birtir formlega.

Það er dálítil vinna við það og það þarf þjóðréttarfræðingurinn að gera og ég held að málið sé þetta að utanríkisráðuneytið hafi talið að það þyrfti að fá hann aftur í fullt starf hjá sér. Það hafi því byrjað að ámálga það við sjávarútvegsráðuneytið strax á fyrri hluta síðasta árs en þá hafi sjávarútvegsráðuneytið ekki talið sig geta misst hann alveg strax og það hafi því dregist.

Svo hafi aftur verið rætt við sjávarútvegsráðuneytið í haust eða byrjun vetrar og þá hafi í raun verið frá því gengið að hann myndi klára þessa makríllotu og síðan færi hann aftur í utanríkisráðuneytið og þetta hafi því í raun legið fyrir hjá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ég tel að það sé verið að reyna að búa til einhverjar kenningar eingöngu til þess að geta hjólað í ESB-málið en það er orðið alveg ótrúlegt ef menn tengja alla skapaða hluti við það orðið," segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Innlent »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...