Gæti tafið ESB-viðræðurnar

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Makríldeilan gæti sett strik í reikning aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins, að mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar. Árni Þór hafnar því að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna einarðrar afstöðu með hagsmunum Íslands. Menn „fabúleri“ sem segi það.

Árni Þór fór fyrir fjórða fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í fyrradag og lýsir þeim umræðum sem þar fóru fram svo:

Skiptar skoðanir um viðræðurnar

„Það var rætt almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Það var farið yfir málið og voru skiptar skoðanir um það. Síðan var rætt um ályktun Evrópuþingsins um stöðu aðildarviðræðna og framvinduskýrsluna sem varð að nokkru umtalsefni hér í fjölmiðlum og á þingi. Svo ræddum við sérstaklega sjávarútvegsmál og auðvitað stöðuna gagnvart þeim flokki í aðildarviðræðunum og líka um makrílmálið," segir Árni Þór sem mætti á fundinn ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra og formanni VG.

„Sjávarútvegsráðherra mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem Ísland hefur haldið fram gagnvart viðræðunum við hinar strandveiðiþjóðirnar um breytt mynstur makrílsins og hvernig hann hefur gengið á undanförnum árum í íslenska lögsögu. Hann er farinn að ganga hér í talsverðum mæli.

Hann er hér í lögsögunni í all8 marga mánuði. Þyngd hans eykst um 60% þessa þrjá til fimm mánuði sem hann er í íslenskri lögsögu. Svo eru komnar fram vísbendingar um að hann hrygni í íslenskri lögsögu líka. Þannig að við fórum yfir rökin fyrir því að við eigum tiltekna hlutdeild í heildarveiðinni.

Rætt var hvað mönnum hefur farið á milli varðandi hugmyndir eins og Norðmenn og Evrópusambandið hafa verið með, hver hlutdeild Íslendinga og Færeyinga gæti orðið og hvaða sjónarmið við höfum sett á móti og af hverju það er svona langt á milli manna í makrílmálinu."

Fullyrða að málin séu ótengd

- Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagt makríldeiluna ekki beinlínis liðka fyrir aðildarviðræðunum?

„Það er svolítið erfitt að segja til um það. Það má segja að af hálfu ESB – og að minnsta kosti þeirra sem standa að aðildarviðræðunum við okkur – að þá hefur þetta verið sagt ótengd mál sem varði tvíhliða samskipti Íslendinga og ESB og að svo blandist inn í þetta ríki eins og Noregur og Færeyjar sem eru auðvitað ekki í neinum viðræðum við ESB um aðild."

Er þetta ekki vanmat á mikilvægi makrílmálsins?

„Þetta er það sem þeir segja sem standa í viðræðunum við okkur, stækkunardeildin og aðrir. En Evrópusambandið er flókið fyrirbæri og það er auðvitað á ýmsum öðrum stöðum innan Evrópusambandsins verið að segja eitthvað annað. Það á við um sjávarútvegsdeildina og það getur átt við einstaka ráðherra í aðildarríkjum Evrópusambandsins eins og við höfum heyrt frá sjávarútvegsráðherrum Írlands og Bretlands.

Þeir tengja þetta óneitanlega saman. Menn skiptast á skoðunum um þetta á sameiginlegum fundi þingmannanefndarinnar sem er auðvitað ekki neinn ákvörðunarvettvangur. Þetta er samráðsvettvangur þingmanna fyrst og fremst og við köllum þarna fyrir ráðherra, fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þannig að þessi viðhorf koma þá fram af okkar hálfu og þeir skýra sín viðhorf.

En það má segja að þó hafi staðið upp úr að allir geri sér grein fyrir því að það er ekki hægt að stunda rányrkju á makrílnum ár eftir ár. Það endar þá eins og með kolmunann. Makríllinn hverfur og það tapa allir á því. Að sjálfsögðu gera allir sér grein fyrir því að fyrr eða síðar verður að ná einhverju samkomulagi um sjálfbæra nýtingu á þessum stofni. Spurningin er hversu langan tíma menn hafa til þess og hversu sveigjanlegir menn verða í samningaviðræðum."

Vill yfirsýn fyrir kosningar

- Hvað með hraðann á ESB-viðræðunum? Ögmundur Jónasson hefur lýst því yfir að það þurfi að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það taki lengri tíma. Hvernig finnst sér takturinn vera?

„Við ítrekuðum, bæði Steingrímur og við þingmennirnir, það sem við höfum sagt í alllangan tíma, að við teljum mjög mikilvægt að menn komist í gang með þessa mikilvægu kafla, ekki síst sjávarútvegsmálin. Á móti segir Evrópusambandið að það séu ýmsar ástæður fyrir því að það hefur tafist, bæði vegna þess að undirbúningsvinnan hefur verið tímafrekari og síðan er Evrópusambandið í þessari stöðu að vera að vinna að einhvers konar endurskoðun á sinni sjávarútvegsstefnu.

Þannig að þar á bæ hafa menn ekki vitað í hvaða fót þeir eiga að stíga varðandi það. Hvað mæta þeir með í samningaviðræðurnar við Ísland? Er það gamla sjávarútvegsstefnan sem er við lýði í dag eða eru það einhverjar hugmyndir um breytingar? Þetta eru skýringarnar en það breytir ekki því að óvissan er óheppileg."

Vill ekki setja tímamörk

- Hvaða tímamarka ertu þá að horfa til í aðildarviðræðunum?

„Ég hef ekki viljað setja mér nein sérstök tímamörk í þessu. Mér finnst að málið verði að fá að hafa sinn gang. En við höfum lagt á það mikið kapp að sjávarútvegskaflinn verði opnaður helst á miðju þessu ári. Þá er ég að tala um mánaðamótin júní/júlí, einhvers staðar þar í kring. Það fer eftir tímasetningu á ríkjaráðstefnu sem er líklega seint í júní eða þá strax í haust.

Það er allavega mitt mat að það þurfi að knýja á um að þær viðræður verði að minnsta kosti komnar vel á rekspöl þegar kemur að næstu þingkosningum þannig að menn viti nokkurn veginn hvað er í gangi þar.

Ég vil allavega hafa góða yfirsýn um hvað er verið að tala. Ég er ekkert að segja að það verði að vera búið að ljúka viðræðunum endanlega. En ég tel allavega mikilvægt að menn séu komnir það vel áleiðis í þeim að menn viti nokkurn veginn um hvað er verið að tala, hvar ágreiningurinn liggur og hvaða hugmyndir ESB hefur um Ísland í samhengi við sjávarútvegsmálin.

Það kom fram, að ég held ég geti fullyrt, að það hafi verið almennt sjónarmið að menn telja að það þurfi að taka upp viðræðurnar og sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir því að hann teldi líklegt að það myndi gerast síðsumars eða strax í haust vegna þess að nú eru allir búnir að gefa út kvóta fyrir næsta fiskveiðiár."

ESB gæti sagt nei

- Yrði þetta nógu snemma til að yfirsýnin sem þú nefndir liggi fyrir í kringum næstu þingkosningar?

„Ég lít auðvitað svo á að þetta séu aðskildir hlutir og vil halda því til streitu. En það verður þá bara að koma í ljós hvort ESB segir: „Nei, við opnum ekki kaflann fyrr en búið er að leysa makrílmálið,“ en ég á eftir að sjá sambandið gera það.““

- Þannig að það er ekki útilokað að makríldeilan muni leiða til þess að við sjáum ekki hvar landið liggur áður en gengið verður til næstu þingkosninga?

„Nei. Það er ekki útilokað."

Vísar umræðu á bug

- Nú er umræða um það á hægri vængnum, meðal annars af hálfu Styrmis Gunnarssonar, að Tómasi H. Heiðari hafi verið vikið úr makrílnefnd vegna harðrar afstöðu sinnar með hagsmunum Íslands. Er þetta rétt?

„Það tel ég alls ekki. Ég tel að menn séu eitthvað að fabúlera þarna. Eftir því sem ég best veit þá var í gildi samningur milli sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins um að Tómas starfaði tiltekið starfshlutfall fyrir sjávarútvegsráðuneytið, sérstaklega á sviðum þar sem ekki væru til samningar frá því árið áður.

Það hefur átt við um hvalinn og það hefur átt við um makrílinn. Mér skilst að utanríkisráðuneytið hafi byrjað að ræða það við sjávarútvegsráðuneytið strax snemma á síðasta ári að það vildi fá Tómas aftur í fullt starf í utanríkisráðuneytinu.

Það helgast auðvitað af því að hann er eini þjóðréttarfræðingurinn sem er starfandi í utanríkisráðuneytinu sem er auðvitað umhugsunarefni fyrir heila þjóð,“ segir Árni Þór og heldur áfram. 

Þarf að kynna samningana formlega

„Það eru tugir ef ekki hundruð þjóðréttarsamninga sem alltaf eru í gangi með einum eða öðrum hætti og við innleiðum þá ekki þó við séum búin að undirrita þá fyrr en þeir eru birtir formlega.

Það er dálítil vinna við það og það þarf þjóðréttarfræðingurinn að gera og ég held að málið sé þetta að utanríkisráðuneytið hafi talið að það þyrfti að fá hann aftur í fullt starf hjá sér. Það hafi því byrjað að ámálga það við sjávarútvegsráðuneytið strax á fyrri hluta síðasta árs en þá hafi sjávarútvegsráðuneytið ekki talið sig geta misst hann alveg strax og það hafi því dregist.

Svo hafi aftur verið rætt við sjávarútvegsráðuneytið í haust eða byrjun vetrar og þá hafi í raun verið frá því gengið að hann myndi klára þessa makríllotu og síðan færi hann aftur í utanríkisráðuneytið og þetta hafi því í raun legið fyrir hjá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ég tel að það sé verið að reyna að búa til einhverjar kenningar eingöngu til þess að geta hjólað í ESB-málið en það er orðið alveg ótrúlegt ef menn tengja alla skapaða hluti við það orðið," segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Innlent »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

09:20 Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...