Ryður valdframsali braut

Járblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga en Elkem er í eigu kínverska …
Járblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga en Elkem er í eigu kínverska fyrirtækisins National Bluestar mbl.is/Ómar Óskarsson

„Höfuðrökin fyrir því að afgreiða frumvarpið í miklum flýti nú í júní voru einmitt á þá leið að það væri bráðnauðsynlegt svo íslensk fyrirtæki gætu orðið aðilar að þessu viðskiptakerfi um næstu áramót. Nú virðist ljóst að sú aðlögun, sem fjallað var um í frumvarpinu er ekki fullnægjandi, heldur er af hálfu ESB krafist enn frekari aðlögunar, sem mun að óbreyttu fela í sér óheimilt fullveldisframsal,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og gagnrýnir hvernig staðið var að samþykkt laga um loftslagsmál og losunarkerfi ESB.

Framsal á löggjafarvaldi

Atli Gíslason þingmaður tekur undir það með Birgi að þingmenn hefðu átt að fá í hendur það álit lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, að væntanleg reglugerð um losunarkerfið geti brotið í bága við stjórnarskrána, enda feli hún í sér valdframsal. Telur Atli málið dæmi um framsal á fullveldi og löggjafarvaldi.

Stjórnarþingmennirnir Þuríður Backman og Mörður Árnason verja samþykkt laganna og segja umhverfisnefnd hafa fengið álit annarra lögspekinga þess efnis að loftslagslögin stæðust stjórnarskrá. Þau segja þingmenn hafa verið undir þrýstingi um að samþykkja lögin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »