Best að fylgjast með á mbl

Guðbergur Bergsson rithöfundur verður áttræður síðar í mánuðinum og í tilefni þess verður hann heiðraður í Grindavík heimabæ sínum í dag. Mbl ræddi við Guðberg um væntanlega Guðbergsstofu sem verður opnuð í vor, þjóðmálin og fréttamiðla en hann segist fara 4-5 sinnum inn á mbl.is á degi hverjum.

Sérstök dagskrá verður í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga, í dag í tilefni af afmæli skáldsins þar sem Guðbergur mun lesa upp úr nýlegri sögu auk þess sem bróðir hans Hinrik Bergsson mun segja sögur frá æsku þeirra bræðra í bænum. Dagskráin hefst kl. 14. 

mbl.is

Bloggað um fréttina