Rafrænn kóði í jólagjöf?

Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda.
Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda.

Oft er óverulegur munur á verði rafbóka í innlendum og erlendum netverslunum, en mbl.is bar saman verð á nokkrum vinsælum erlendum bókum í tveimur erlendum og tveimur innlendum netverslunum. 

Rafbókaútgáfa fer vaxandi hér á landi, en býsna misjafnt er hversu mikla áherslu bókaútgefendur leggja á þetta form hins ritaða orðs. Bókaútgefandi segir að rafbækur séu fyrst og fremst keyptar til eigin nota, pappírsútgáfan verði fyrir valinu þegar gefa eigi bók.

Nokkrar íslenskar verslanir höndla með rafbækur á netinu. Flestar þeirra selja einungis íslenskar bækur, eins og t.d. Skinna.is og Emma.is. Eymundsson og Ebækur selja bæði innlenda og erlenda titla og svo selja sumir útgefendur líka eigin útgáfu í rafbókarformi á vefsíðum sínum.

Þá eru ótaldar vefsíður sem bjóða upp á afmarkað  úrval rafbóka, þeirra á meðal eru rafbokavefur.is þar sem lesa má nokkrar íslenskar rafbækur í opnum aðgangi og lestu.is þar sem boðið er upp á ýmis sigild verk, bæði innlend og erlend, gegn greiðslu.

Verðkönnun á metsölubókum

Mbl.is bar saman verð á nokkrum nýlegum rafbókum, sem ýmist eru nýútkomnar eða á metsölulistum, en að öðru leyti voru þær valdar af handahófi. Skoðað var verð í netverslununum Eymundsson.is, Ebækur.is, Amazon.uk sem er Amazon í Bretlandi og Amazon.com sem er í Bandaríkjunum.

Skoðað var verð á sex bókum og var Amazon.uk með lægsta verðið á fjórum bókanna og á hinum tveimur bókunum var lægsta verðið hjá Amazon.com, sem reyndar var með hæsta eða næsthæsta verðið á þremur bókanna.

Oft munaði ekki miklu, eins og sjá má af skýringamyndinni, til dæmis er lægsta verð bókarinnar The Inn at Rose Harbour 751 króna hjá Amazon.uk, en bókin kostar 799 krónur hjá Eymundsson.is. Þá munar litlu á verði bókarinnar Peter the Great, sem er ævisaga Péturs mikla, hjá Amazon.com og hjá Ebækur.is.

Epub eða Kindle?

Misjafnt er í hvaða formi og fyrir hvers konar tölvur og forrit bækurnar henta. Bækurnar sem seldar eru hjá Ebókum og Eymundsson virka ekki fyrir Kindle-lestölvur, en samkvæmt vefsíðunum eru þær í svokölluðu epub-formi, sem er alþjóðlegur staðall fyrir rafbækur og virkar fyrir flestar tölvur og forrit, að Kindle undanskildu. Að auki er hægt að hlaða niður ýmsum lesforritum á síðunum.

Amazon selur aftur á móti bækur fyrir Kindle-lestölvuna. En rafbækur í Kindle formi má fá hjá öðrum söluaðilum, meðal annars hjá Skinnu.is. Þá eru ýmis forrit á netinu þar sem breyta má formi bókanna í annað form, til dæmis úr epub yfir í Kindle og öfugt.

Misjöfn áhersla á rafbækur hjá útgefendum

Ekki er langt síðan farið var að gefa út rafbækur hér á landi. Félagar í Rithöfundasambandi Íslands samþykktu samning fyrir tæpu ári um hlut rithöfunda af verði hverrar rafbókar og útgáfa þeirra hófst fljótlega eftir það, en er afar mismunandi eftir útgáfufyrirtækjum. Til dæmis gefur Forlagið flesta sína titla út í rafbókarformi, en Bókaútgáfan Salka hefur gefið út um sex titla í þessu formi. Til stendur að auka við rafbókaúgáfu innan tíðar.

Enginn tollur, en vaskur er lagður á

Þegar rafbækur eru keyptar í erlendri netverslun eins og Amazon eru engir tollar lagðir ofan á verðið, þar sem ekki er um áþreifanlega vöru er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá virðisaukaskattsdeild Ríkisskattstjóra er lagður virðisaukaskattur á rafbækur sem keyptar eru í erlendum netverslunum. Skatturinn leggst ofan á verð bókarinnar og síðan sér verslunin um að greiða hann til Ríkisskattstjóra. Stórar verslanir, eins og Amazon, hafa stofnað virðisaukaskattsnúmer hér á landi í þessum tilgangi.

Koma seinna út en prentaðar bækur

Allur gangur er á því hvort einhver munur er á verði rafbóka og prentaðra bóka hjá stærstu bókaútgefendum landsins, í sumum tilvikum er verðið það sama og stundum eru jafnvel rafbækurnar dýrari. Þá leiddi lausleg könnun á verði íslenskra rafbóka í ljós að óverulegur munur er á verði þeirra eftir bókaverslunum

Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að yfirleitt komi rafbækur seinna út en prentaða útgáfan og að sá háttur sé líka hafður á víða erlendis. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í rafbókaútgáfunni og við viljum leyfa prentuðu bókinni að koma út fyrst. En ég held að sá tími, sem þarna líður á milli, eigi fljótlega eftir að styttast, þetta er vaxandi markaður og hugsanlega munu rafbækurnar koma út á undan þeim prentuðu áður en langt um líður,“ segir Egill.

Vilja ná samningum við Amazon

Að sögn Egils hefur Forlagið ítrekað reynt að ná samningum við Amazon um að selja þar þær bækur sem Forlagið gefur út, þannig að hægt sé að fá þær fyrir Kindle-lestölvur. Hingað til hefur það ekki tekist og bækur Forlagsins eru því gefnar út á epub-sniði.

Rafrænn kóði í jólagjöf?

Spurður að því hvort hann eigi von á að rafbækurnar verði vinsælar til jólagjafa segist hann ekki gera ráð fyrir að rafrænn kóði í stað prentaðrar bókar verði jólagjöfin í ár. „Fólk kaupir rafbækur fyrst og fremst til eigin nota, en síður til gjafa. En kannski hugsa einhverjir sér gott til glóðarinnar á aðfangadagskvöld að kaupa sér þær rafbækur, sem þeir ekki fengu í prentútgáfu, í jólagjöf, þannig að þeir verði ekki uppiskroppa með lesefni yfir hátíðarnar.”

Lestölva af gerðinni Kindle.
Lestölva af gerðinni Kindle. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Innlent »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

Í gær, 16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

Í gær, 15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Í gær, 15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

Í gær, 15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

Í gær, 14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

Í gær, 14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »
Súper sól
Súper sól...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...