Rafrænn kóði í jólagjöf?

Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda.
Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda.

Oft er óverulegur munur á verði rafbóka í innlendum og erlendum netverslunum, en mbl.is bar saman verð á nokkrum vinsælum erlendum bókum í tveimur erlendum og tveimur innlendum netverslunum. 

Rafbókaútgáfa fer vaxandi hér á landi, en býsna misjafnt er hversu mikla áherslu bókaútgefendur leggja á þetta form hins ritaða orðs. Bókaútgefandi segir að rafbækur séu fyrst og fremst keyptar til eigin nota, pappírsútgáfan verði fyrir valinu þegar gefa eigi bók.

Nokkrar íslenskar verslanir höndla með rafbækur á netinu. Flestar þeirra selja einungis íslenskar bækur, eins og t.d. Skinna.is og Emma.is. Eymundsson og Ebækur selja bæði innlenda og erlenda titla og svo selja sumir útgefendur líka eigin útgáfu í rafbókarformi á vefsíðum sínum.

Þá eru ótaldar vefsíður sem bjóða upp á afmarkað  úrval rafbóka, þeirra á meðal eru rafbokavefur.is þar sem lesa má nokkrar íslenskar rafbækur í opnum aðgangi og lestu.is þar sem boðið er upp á ýmis sigild verk, bæði innlend og erlend, gegn greiðslu.

Verðkönnun á metsölubókum

Mbl.is bar saman verð á nokkrum nýlegum rafbókum, sem ýmist eru nýútkomnar eða á metsölulistum, en að öðru leyti voru þær valdar af handahófi. Skoðað var verð í netverslununum Eymundsson.is, Ebækur.is, Amazon.uk sem er Amazon í Bretlandi og Amazon.com sem er í Bandaríkjunum.

Skoðað var verð á sex bókum og var Amazon.uk með lægsta verðið á fjórum bókanna og á hinum tveimur bókunum var lægsta verðið hjá Amazon.com, sem reyndar var með hæsta eða næsthæsta verðið á þremur bókanna.

Oft munaði ekki miklu, eins og sjá má af skýringamyndinni, til dæmis er lægsta verð bókarinnar The Inn at Rose Harbour 751 króna hjá Amazon.uk, en bókin kostar 799 krónur hjá Eymundsson.is. Þá munar litlu á verði bókarinnar Peter the Great, sem er ævisaga Péturs mikla, hjá Amazon.com og hjá Ebækur.is.

Epub eða Kindle?

Misjafnt er í hvaða formi og fyrir hvers konar tölvur og forrit bækurnar henta. Bækurnar sem seldar eru hjá Ebókum og Eymundsson virka ekki fyrir Kindle-lestölvur, en samkvæmt vefsíðunum eru þær í svokölluðu epub-formi, sem er alþjóðlegur staðall fyrir rafbækur og virkar fyrir flestar tölvur og forrit, að Kindle undanskildu. Að auki er hægt að hlaða niður ýmsum lesforritum á síðunum.

Amazon selur aftur á móti bækur fyrir Kindle-lestölvuna. En rafbækur í Kindle formi má fá hjá öðrum söluaðilum, meðal annars hjá Skinnu.is. Þá eru ýmis forrit á netinu þar sem breyta má formi bókanna í annað form, til dæmis úr epub yfir í Kindle og öfugt.

Misjöfn áhersla á rafbækur hjá útgefendum

Ekki er langt síðan farið var að gefa út rafbækur hér á landi. Félagar í Rithöfundasambandi Íslands samþykktu samning fyrir tæpu ári um hlut rithöfunda af verði hverrar rafbókar og útgáfa þeirra hófst fljótlega eftir það, en er afar mismunandi eftir útgáfufyrirtækjum. Til dæmis gefur Forlagið flesta sína titla út í rafbókarformi, en Bókaútgáfan Salka hefur gefið út um sex titla í þessu formi. Til stendur að auka við rafbókaúgáfu innan tíðar.

Enginn tollur, en vaskur er lagður á

Þegar rafbækur eru keyptar í erlendri netverslun eins og Amazon eru engir tollar lagðir ofan á verðið, þar sem ekki er um áþreifanlega vöru er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá virðisaukaskattsdeild Ríkisskattstjóra er lagður virðisaukaskattur á rafbækur sem keyptar eru í erlendum netverslunum. Skatturinn leggst ofan á verð bókarinnar og síðan sér verslunin um að greiða hann til Ríkisskattstjóra. Stórar verslanir, eins og Amazon, hafa stofnað virðisaukaskattsnúmer hér á landi í þessum tilgangi.

Koma seinna út en prentaðar bækur

Allur gangur er á því hvort einhver munur er á verði rafbóka og prentaðra bóka hjá stærstu bókaútgefendum landsins, í sumum tilvikum er verðið það sama og stundum eru jafnvel rafbækurnar dýrari. Þá leiddi lausleg könnun á verði íslenskra rafbóka í ljós að óverulegur munur er á verði þeirra eftir bókaverslunum

Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að yfirleitt komi rafbækur seinna út en prentaða útgáfan og að sá háttur sé líka hafður á víða erlendis. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í rafbókaútgáfunni og við viljum leyfa prentuðu bókinni að koma út fyrst. En ég held að sá tími, sem þarna líður á milli, eigi fljótlega eftir að styttast, þetta er vaxandi markaður og hugsanlega munu rafbækurnar koma út á undan þeim prentuðu áður en langt um líður,“ segir Egill.

Vilja ná samningum við Amazon

Að sögn Egils hefur Forlagið ítrekað reynt að ná samningum við Amazon um að selja þar þær bækur sem Forlagið gefur út, þannig að hægt sé að fá þær fyrir Kindle-lestölvur. Hingað til hefur það ekki tekist og bækur Forlagsins eru því gefnar út á epub-sniði.

Rafrænn kóði í jólagjöf?

Spurður að því hvort hann eigi von á að rafbækurnar verði vinsælar til jólagjafa segist hann ekki gera ráð fyrir að rafrænn kóði í stað prentaðrar bókar verði jólagjöfin í ár. „Fólk kaupir rafbækur fyrst og fremst til eigin nota, en síður til gjafa. En kannski hugsa einhverjir sér gott til glóðarinnar á aðfangadagskvöld að kaupa sér þær rafbækur, sem þeir ekki fengu í prentútgáfu, í jólagjöf, þannig að þeir verði ekki uppiskroppa með lesefni yfir hátíðarnar.”

Lestölva af gerðinni Kindle.
Lestölva af gerðinni Kindle. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Innlent »

Rannsókn hefst í fyrramálið

21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....