Yfirleitt er sáralítil hætta af hraunrennsli hér á landi

Hraunrennsli í Heklugosi.
Hraunrennsli í Heklugosi. mbl.is/Golli

Hraunrennsli getur mögulega valdið tjóni á tveimur þéttbýlisstöðum á Íslandi, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það er í Vestmannaeyjakaupstað, eins og sannaðist í Heimaeyjargosinu 1973, og í Grindavík.

„Það er mjög óvenjulegt á Íslandi að hraun renni í byggð. Flest hraunasvæði okkar eru í reginóbyggðum. Þess vegna er hætta af hraunrennsli yfirleitt sáralítil,“ segir Páll í umfjöllun um hugsanlega vá af völdum eldgosa í Morgunblaðinu í dag.

Vinna við gerð heildarhættumats á eldgosum á Íslandi er komin vel af stað, að sögn Sigrúnar Karlsdóttur, náttúruvárstjóra á Veðurstofunni. Hættumatið er mjög viðamikið og á fyrstu fjórum verkefnunum að ljúka 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »