Skjálfti upp á 4,5 stig

Jarðskjálfti upp á 4,5 stig átti sér stað klukkan um 5.40 í morgun samkvæmt jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 25 km norðvestur af Gjögurtá. Skjálftar hafa áfram mælst á svæðinu í alla nótt.

Jarðskjálftahrina með upptök syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi hefur verið í gangi síðan 20. október. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í skjálftahrinunni var 5,6 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina