Ráð um Icesave og makríldeilu

Icesave-samningum mótmælt á Austurvelli.
Icesave-samningum mótmælt á Austurvelli. mbl.is/Kristinn

Ríkisstjórnin hefur ráðið almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller í Bretlandi til að vinna greiningarvinnu og veita ráðgjöf vegna tveggja mála þar sem Íslendingar eiga í deilum við aðrar þjóðir.

„Þeir voru ráðnir til að vera okkur til ráðgjafar í tveimur málum, Icesave-málinu og makrílmálinu,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í Morgunblaðinu í dag. Hún sagði tiltölulega skammt síðan Burson-Marsteller UK voru ráðnir til verksins. Hlutverk fyrirtækisins sé að vakta og greina fjölmiðlaumfjöllun og veita íslenska ríkinu ráðgjöf sem byggist á þeirri vinnu.

Urður segir ekki verða ljóst hvað þessi vinna kosti fyrr en málunum sem um ræðir sé lokið. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um hvernig við komum málstað Íslands sem best á framfæri í báðum þessum málum.“

mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »