„Niðurstaðan er hvetjandi fyrir mig“

Illugi Gunnarsson óskar Hönnu Birnu til hamingju með sigurinn.
Illugi Gunnarsson óskar Hönnu Birnu til hamingju með sigurinn. mbl.is/Golli

„Ég er mjög þakklát fyrir þessa niðurstöðu. Hún er mjög hvetjandi fyrir mig í þessum fyrstu skrefum fyrir mig á vettvangi landsmálanna,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir sem hlaut mjög afgerandi stuðning í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins.

Hanna Birna fékk samkvæmt fyrstu tölum um 76% atkvæða í fyrsta sætið. Um 1.500 atkvæðum munar á henni og Illuga Gunnarssonar sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu.

„Ég tel að listinn sem kemur út úr þessu prófkjöri sé sterkur. Þarna sé ágæt blanda af fólki með mikla reynslu og svo nýjum einstaklingum. Ég hlakka mikið til að fá að leiða þennan góða hóp. Stærsta verkefnið framundan er að sýna kjósendum að það er von um breytingar í vor.“

mbl.is