„Þetta eru vörusvik og ekkert annað“

Ekkert nautakjöt reyndist vera í nautabökunni frá Gæðakokkum.
Ekkert nautakjöt reyndist vera í nautabökunni frá Gæðakokkum.

„Þetta eru að sjálfsögðu vörusvik og ekkert annað og á að meðhöndla sem slíkt. Ég velti því upp hvort að það ætti að herða viðurlög við slíku til að koma í veg fyrir að svona gerist,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna um rannsókn Matvælastofnunar sem leiddi í ljós að kjötbökur frá Gæðakokkum innihéldu ekkert kjöt, þrátt fyrir að á umbúðum þeirra standi að fyllingin innihaldi 30% af nautahakki.

Matvælastofnun lét nýverið rannsaka kjötinnihald 16 íslenskra matvæla til að kanna hvort þau innihéldu hrossakjöt án þess að það kæmi fram á umbúðum. Í ljós kom að svo reyndist ekki vera, en tvær vörur reyndust ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir að vera merktar sem slíkar.

Mikilvægt að innihaldslýsingar séu réttar

„Það sem kom líka fram í þessari rannsókn var að allar vörurnar reyndust á einhvern hátt vanmerktar, misalvarlega en í einhverjum tilvikum reyndist innihaldslýsingin ekki rétt. Þetta getur skipt verulegu máli fyrir fólk sem er með ofnæmi eða óþol fyrir tilteknum hráefnum og kaupir inn eftir innihaldslýsingu,“ segir Jóhannes. „Það er mjög mikilvægt að innihaldslýsing matvöru sé rétt.“

Neytendur hætta að treysta 

Hann segir að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn Matvælastofnunar kalla á að matvælaeftirlit  í landinu verði hert enn frekar. „Á tyllidögum erum við að slá okkur upp á því að innlendu matvörurnar séu svo góðar. Ef við fáum nánast árlega einhver hneyksli sem varða matvöru, þá endar það með því að neytendur hætta að treysta vörunum. Ég spyr; er það virkilega vilji framleiðenda?“

Eigandi Gæðakokka sagðist í samtali við mbl.is fyrr í dag ekki skilja hvernig á því stæði að ekkert nautakjöt fannst í nautabökum fyrirtækisins. Jóhannes segir þetta varla gilda skýringu. „Ef verið er að nota önnur hráefni heldur en á að gera, þá hlýtur einhver að hafa tekið um það meðvitaða ákvörðun. Þetta gerist ekki óvart, menn gleyma ekki óvart að setja nautakjötið sem átti að fara í matinn.“

Með grófari dæmum hér á landi

Jóhannes segir þetta vera með „grófari dæmum“ sem upp hafi komið hér á landi. „Auðvitað hafa komið upp mál, eins og t.d. þegar fyrir við létum rannsaka nautahakk fyrir þremur árum og þá kom í ljós að menn voru að drýgja það með vatni og bindiefnum. Svo var það málið með iðnaðarsaltið. En ef svona mál eru sífellt að koma upp, þá er matvælaiðnaðurinn í landinu að vinna sjálfum sér svakalegan óleik.“

Refsingin á að vera þyngri

Hvernig þurfti eftirlitið að vera svo vel ætti að vera? „Við skulum hafa það í huga að það er farið út í þessa rannsókn í framhaldi af hrossakjötshneykslinu í Evrópu. Síðan voru vörurnar sem betur fer skoðaðar betur en að athuga einungis hvort þær innihéldu hrossakjöt. Ég tel að þetta kalli á að matvælaeftirlit í landinu taki sýni oftar og hafi það að meginreglu að greina frá niðurstöðum opinberlega með nöfnum og að það séu viðurlög við því að ástunda vörusvik. Auðvitað er það ákveðin refsing fyrir fyrirtæki að þurfa að innkalla vöru, en refsingin á að vera þyngri. Það á að sekta fyrirtæki.“

„Það er verið að sýna neytendum lítilsvirðingu með þessu. Fólk á að geta treyst því sem segir á umbúðum, það er meginatriðið.“

Hrossakjötshneykslið gæti leitt til góðs

Jóhannes segist vona að hrossakjötshneykslið í Evrópu verði til þess að  matvælaiðnaðurinn taki við sér, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Það komi okkur við hvernig eftirlit sé háttað í öðrum löndum. „Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það er líka mikilvægt að eftirlitið sé í lagi erlendis. Við verðum að geta gert sömu kröfur til innlendrar og erlendrar matvöru.“

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
„Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það ...
„Við flytjum inn erlendar matvörur í vaxandi mæli og það er líka mikilvægt að eftirlitið sé í lagi erlendis. Við verðum að geta gert sömu kröfur til innlendrar og erlendrar matvöru,“ segir Jóhannes. AFP
mbl.is

Innlent »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...