Fimmtán framboð vegna kosninganna

Kjósendur geta valið á milli samtals 15 framboða í þingkosningunum 27. apríl næstkomandi en þar af bjóða 11 fram í öllum kjördæmum, tvö í Reykjavíkurkjördæmunum, eitt aðeins í Reykjavíkurkjördæmi suður og eitt einungis í Norðvesturkjördæmi.

Þetta kom fram á fundi sem Landskjörstjórn boðaði til í dag en framboðin sem bjóða fram á landsvísu og tekin voru gild eru eftirfarandi:

A-listi: Björt framtíð
B-listi: Framsóknarflokkur
D-listi: Sjálfstæðisflokkur
G-listi: Hægri grænir, flokkur fólksins
I-listi: Flokkur heimilanna
J-listi: Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun
L-listi: Lýðræðisvaktin
S-listi: Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands
T-listi: Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði
V-listi: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Þ-listi: Píratar

Framboð sem bjóða aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmunum:

H-listi: Húmanistaflokkurinn
R-listi: Alþýðufylkingin

Býður aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður:

K-listi: Sturla Jónsson

Býður aðeins fram í Norðvesturkjördæmi:

M-listi: Landsbyggðarflokkurinn

mbl.is