Lýður dæmdur til að greiða tvær milljónir í sekt

Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Lýð Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Exista, til að greiða tvær milljónir kr. í sekt fyrir brot á hlutafélagalögum en Bjarnfreður Ólafsson lögmaður var sýknaður í sama máli, sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði á hendur þeim sl. haust.

Greiði Lýður ekki sektina innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í 60 daga.

Lýður var ákærður fyrir að hafa 8. desember 2008, sem stjórnarmaður einkahlutafélagsins BBR, brotið vísvitandi gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár með því að greiða hlutafélaginu Exista minna en nafnverð fyrir 50 milljarða nýrra hluta í Exista hf., að nafnverði 50 milljarða króna. BBR ehf. keypti hlutina sama dag og greiddi fyrir með 1 milljarði hluta í einkahlutafélaginu Kvakki sem metnir voru á 1 milljarð króna, en á sama tíma var Lýður starfandi stjórnarformaður Exista hf.

BBR ehf., sem þannig eignaðist 50 milljarða hluta í Exista hf., var í eigu einkahlutafélagsins Korks. Lýður var stjórnarmaður Korks ehf. auk þess sem hann var eigandi félagsins ásamt bróður sínum, Ágústi Guðmundssyni.

Þá voru þeir Lýður og Bjarnfreður ákærðir fyrir að skýra vísvitandi rangt og villandi frá hækkun á hlutafé Exista hf. með því að Bjarnfreður sendi 8. desember 2008, að undirlagi ákærða Lýðs, tilkynningu til hlutafélagaskrár, þar sem ranglega kom fram að hækkun á hlutafé Exista hf., að nafnverði 50 milljarða króna, hefði að fullu verið greidd til félagsins þótt einungis hefði verið greitt fyrir hlutaféð með 1 milljarði hluta í Kvakki ehf. að verðmæti 1 milljarðs króna.

Héraðsdómur sakfellir Lýð fyrir það sem honum er gefið að sök í fyrri kafla ákærunnar. Fram kemur að Lýður hafi verið stjórnarmaður í BBR ehf. og undirritað kaupsamninginn fyrir þess hönd. Á honum hvíldu skyldur stjórnarmanns sbr. lög um einkahlutafélög, og auk þess hefur hann komið að rekstri fleiri félaga eins og hann bar sjálfur. Honum hlaut því að vera ljóst að samkvæmt lögum um hlutafélög megi greiðsla hlutar ekki nema minna en nafnverði hans. Með því að greiða þannig nefnda fjárhæð fyrir hlutina í Exista hf. braut ákærði gegn þessu ákvæði, enda var honum óheimilt, sem stjórnarmanni í BBR ehf., að greiða minna en nafnverð fyrir þá.

Í síðari kafla ákærunnar eru þeim Lýði og Bjarnfreði báðum gefið að sök að hafa skýrt vísvitandi rangt og villandi frá framangreindri hækkun á hlutafé í Exista hf. með því að Bjarnfreður sendi, að undirlagi ákærða Lýðs, tilkynningu til hlutafélagaskrár. Báðir neituðu sök.

Lýður bar að hann hefði fyrst vitað af tilkynningunni er hann var yfirheyrður af sérstökum saksóknara í júní 2012. Bjarnfreður kvað tilkynninguna ekki hafa verið senda að undirlagi meðákærða og hefðu þeir ekki verið í samskiptum vegna hennar. Engin vitni hafa borið um aðkomu ákærða Lýðs að því að semja eða senda nefnda tilkynningu og engin önnur gögn styðja við fullyrðingu ákæruvaldsins um að tilkynningin hafi verið send að undirlagi ákærða. Samkvæmt þessu er ósannað að Lýður hafi átt þátt í að semja eða senda tilkynninguna eins og honum er gefið að sök. Þegar af þeirri ástæðu verður hann sýknaður af síðari lið ákærunnar, segir í dómi héraðsdóms.

Lýði er gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, 10.900.000 krónur, að hálfu en að hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði.

Málsvarnarlaun verjanda Bjarnfreðar, samtals þrjár milljónir kr. skulu greidd úr ríkissjóði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

05:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

Í gær, 18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

Í gær, 16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

Í gær, 16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

Í gær, 16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

Í gær, 16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

Í gær, 16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru kjörin fer...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...