25 ára vann 28 milljónir

Annar vinningshafi helgarinnar hefur gefið sig fram.
Annar vinningshafi helgarinnar hefur gefið sig fram.

Annar vinningshafi helgarinnar er kominn fram en tveir skiptu á milli sín sexföldum potti. Hann var heldur betur ánægður og í hálfgerðu sjokki en vinningshafinn ungi sem keypti sér 10 raða Lottómiða á lotto.is vann rúmar 28 skattfrjálsar milljónir, segir í frétt frá Íslenskri getspá.

Að hans sögn var hann varla búinn að átta sig á þessu en hann fór á netið eftir útdráttinn og trúði varla sínum eigin augum í fyrstu þegar hann las vinningstölurnar. Hann þurfti því að athuga nokkrum sinnum í viðbót til að vera viss um að þetta stæðist alveg örugglega. Vinningshafinn sem er 25 ára gamall, sagði að hann hefði spilað þó nokkuð með í Lottóinu uppá síðkastið þar sem hann hefur hug á mjög kostnaðarsömu námi en ekki séð sér fært að stunda það hingað til. Honum varð því að ósk sinni þegar hann hlaut vinninginn.

mbl.is