Björgunarsveitir kallaðar út

mbl.is/Sigurgeir

Um fimmleytið í dag voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna hvassviðris. Töluvert af verkefnum hefur borist inn til Neyðarlínu og lögreglu og munu björgunarsveitir sinna þessum verkefnum og öðrum sem kunna að berast á næstu klukkustundum. 

Um hefðbundin óveðursverkefni er að ræða og má þar nefna þakplötur sem eru að losna og trampólín sem hefjast á loft, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir því til fólks að fergja nú þegar trampólín, garðhúsgögn og annað sem kann að takast á loft svo ekki verði tjón á eignum eða fólki.

Einnig má benda á að lítið eða ekkert ferðaveður er víða á landinu næsta sólarhringinn og eru ferðalangar hvattir til að kynna sér vel aðstæður á þeim svæðum sem ferðast á um áður en lagt er í hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert