„Köggullinn í sálinni er fastur“

Í sjöttu grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ...
Í sjöttu grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að fatlaðar konur séu í sérstakri áhættu á að verða fyrir hverskyns ofbeldi. mbl.is/Eggert

Fatlaðar konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eiga það sameiginlegt að þeim var ekki trúað þegar þær stigu fram til þess að segja frá ofbeldinu. Mál sem voru kærð voru látin niður falla án þess að konurnar fengju að vita af hverju.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsóknarverkefninu „Konur með þroskahömlun eru fyrst og fremst konur,“ en verkefnið fjallar um kynverund og sjálfræði kvenna með þroskahömlun.

Fjallað var um verkefnið á málþingi um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki, sem fór fram sl. fimmtudag. Eva Þórdís Ebenezersdóttir og Ágústa Björnsdóttir unnu að verkefninu árið 2011, en fyrirlestur þeirra bar yfirskriftina: „Köggullinn í sálinni er fastur“.

Þær segja að niðurstöður rannsóknarinnar sem snúa að kynferðisofbeldi hafi verið sláandi og þar hafi komið fram skýr þörf  á því að gera konur með þroskahömlun sýnilegri í umræðu um kynferðisofbeldi.

Verkefnið leiddi einnig í ljós að konur sem stigu fram hefðu ekki fengið neinn stuðning frá fagfólki þrátt fyrir að hafa reynt að leita sér aðstoðar.

Viðbrögðin hafa sært líkt og ofbeldið

„Konurnar eiga það líka sameiginlegt að minningin um ofbeldið fylgir þeim, eltir þær uppi og er eins og ,,köggull“ í sálinni eins og ein konan orðaði það,“ sagði Ágústa í ræðu sinni á málþinginu.

„Þessi reynsla hefur markað líf þeirra og það er ekki bara ofbeldið sem hefur sært heldur líka viðbrögð fólks við því. Af þessu má sjá hversu utan við samfélagið konur með þroskahömlun hafa verið. Þær eru ekki viðurkenndar sem manneskjur sem geta orðið fyrir ofbeldi og erfið reynsla hefur verið höfð að engu,“ sagði Ágústa.

Hún benti á að í sjöttu grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að fatlaðar konur séu í sérstakri áhættu á að verða fyrir hverskyns ofbeldi. Að auki komi fram í samningnum mikilvægi þess að fullt aðgengi sé fyrir fatlað fólk að samfélaginu í heild sinni, þar á meðal aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og upplýsingum með það að markmiði að fatlað fólk geti lifað við mannréttindi og frelsi til eigin ákvarðanatöku.

Athugasemd gerð við aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda

„Pottur virðist brotinn hvað varðar stuðning og ráðgjöf fyrir konurnar sem um ræðir í þessari rannsókn og ljóst að hlúa þurfi sérstaklega að þessum hópi kvenna hvað kynferðisofbeldi varðar. Niðurstöðurnar benda því til að margt þurfi að breytast til batnaðar hvað varðar menntun og stuðning til þess að ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði uppfyllt,“ sagði hún.

Þá benti Ágústa á að árið 2008 hefði eftirlitsnefnd SÞ athugasemdir við að íslensk stjórnvöld hefðu ekki sinnt aðgerðaskyldu sinni í jafnréttismálum og sérstaklega tiltekið að stöðu kynferðisbrotamála væri ábótavant.

„Niðurstaða þessarar rannsóknar rímar við það,“ sagði hún.

Búa til fræðsluefni fyrir konur með þroskahömlun og stuðningskerfið

Eva Þórdís greindi frá því að þær hefðu fengið styrk frá Hlaðvarpanum,  menningarsjóði kvenna á Íslandi, til að búa til fræðsluefni sem gæti brúað bilið á milli kvenna með þroskahömlun og þess stuðningskerfis þegar er til staðar fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Markmiðin eru:

  • Að draga úr fordómum í garð fatlaðra kvenna/kvenna með þroskahömlun.

  • Að benda á að konur með þroskahömlun eiga sér sjaldnast málsvara þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi.

  • Stuðla að jöfnum rétti brotaþola kynferðisofbeldis til trúverðugleika og stuðnings.

  • Að stuðla að sameiningu tvístraðs hóps.

  • Að framleiða upplýsingaefni tengt málefninu sem um ræðir.

  • Að skapa umræðu um að konur eru konur.

„Efnið sem við ætlum að setja saman er í formi tveggja bæklinga sem miða að þörfum þessara tveggja hópa en niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þeir fari á mis hvor við annan. Með þessu viljum við stuðla að vitundarvakningu og upplýsingagjöf á báðum vígstöðvum,“ sagði Eva Þórdís á málþinginu á fimmtudag

Annars vegar verði gerður bæklingur fyrir konur með þroskahömlun og hins vegar bæklingur fyrir stuðningskerfið.

Fegin að eiga ekki leyndarmálið ein lengur

Þær Ágústa og Eva Þórdís fengu Maríu Hreiðarsdóttur til liðs við sig við gerð bæklinganna og til að taka þátt í umræðunni.

Í ræðu sinni sagði María, að Ágústa og Eva Þórdís hefðu boðið sér að taka þátt í verkefninu er hún var nemandi Ágústu við Háskóla Íslands, en þær töldu mjög mikilvægt að kona með þroskahömlun væri þátttakandi í að búa til bæklingana. Í þeim væri að finna efni sem væri ætlað konum með þroskahömlun sem orðið hefðu fyrir kynferðislegu ofbeldi.

María sagði að umræða um kynferðisofbeldi gegn fötluðum konum hefði aukist á þessu ári en fatlað fólk hefði hins vegar ekki verið mikið með í þeirri umræðu.

„Ég hef þó opinberað mitt leyndarmál í DV í síðustu viku. Það hafði árif á mig en jafnframt er ég mjög fegin að eiga ekki leyndarmálið ein lengur. Ef ekki hefði verið fyrir þessa rástefnu þá hugsanlega hefði ég ekki gert það  og sæti ég því en uppi með leyndarmálið, eins og fyrirlesturinn okkar heitir, með köggulinn í sálinni. Þessi orð lýsa því betur en öll önnur orð hvernig konu, sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi, líður,“ sagði María.

Fjölmenni sótti málþingið sem fór fram á Grand Hotel í ...
Fjölmenni sótti málþingið sem fór fram á Grand Hotel í Reykjavík á fimmtudag. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

16:47 Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst. Meira »

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

16:44 Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum. Meira »

9 eldingar við Þorlákshöfn

16:30 Eldingaveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann. Meira »

Málin tekin til efnislegrar meðferðar

15:50 Mál Safari og Sarwari fjölskyldnanna verða tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður þeirra, í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að tveir fullorðnir hafi smitast

15:40 Grunur leikur á að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli en í dag voru rannsökuð sýni frá 14 manns sem talið er að gætu verið með sýkinguna. Beðið er staðfestingar á því hvort um er að ræða sömu bakteríu og hjá börnum sem áður hafa greinst. Meira »

Isavia búið að kæra til Landsréttar

15:16 „Við erum búin að kæra til Landsréttar þar sem við óskum eftir því að hnekkja þeirri ákvörðun að réttaráhrifum verði ekki frestað,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. ALC hefur þegar hafið undirbúning við að koma flugvélinni úr landi og má því segja að kapphlaupið um vélina sé hafið. Meira »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvít efni, amfetamín og kókaín, fundust í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Vilhjálmur Stefánsson rannsóknarlögreglumaður segir að um rúmlega 100 gr. af fíkniefnum sé að ræða. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...