Ný hlustpípa og hlaupaskór duga ekki til

Skurðaðgerð á Landspítala.
Skurðaðgerð á Landspítala. mbl.is/Ásdís

Umræðan um landflótta lækna og launamál þeirra er glannaleg, að mati heilbrigðisráðherra. Læknir sem miðlar hundruðum verktakastarfa á Norðurlöndum til íslenskra lækna í viku hverri segir hins vegar að taka verði mark á viðvörunarljósunum. Hagræðingu sé stýrt of mikið ofan frá án samráðs við lækna.

„Við erum að tala um fólk sem hefur lagt það á sig af að búa erlendis með fjölskyldur sínar í fleiri, fleiri ár til að leggja stund á nám og steypa sér í skuldir af hugsjón. Ég held það sé þess virði að hlusta á þetta fólk,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir.

Erfið tilhugsun að snúa heim

Árið 2009 stofnaði Guðmundur Karl vinnumiðlunina Hvíta sloppa, að eigin sögn til að gera íslenskum læknum það kleift að lifa af laununum hér á landi, með því að fara öðru hverju út að drýgja tekjurnar. 

Á þeim tæpu 5 árum sem liðin eru síðan hefur ekkert lát verið á spurninni eftir íslenskum læknum erlendis frá. Á sama tíma hefur dregið mjög úr starfsánægju lækna á Landspítala, samkvæmt könnunum og laun lækna hafa dregist aftur úr launum sambærilegra stétta á almennum vinnumarkaði og ríkinu.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fékk afhenta yfirlýsingu frá 141 lækni búsettum erlendis, á aðalfundi Læknafélags Íslands fyrir helgi. Í yfirlýsingunni segir að það sé afar erfið tilhugsun fyrir sérfræðilækna erlendis að snúa heim í þá óvissu sem nú ríki. Óskuðu læknarnir eftir skýrum línum frá stjórnvöldum um aðgerðir til bjargar Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu.

Launamálin fíllinn í stofunni

Í ávarpi sínu á fundi Læknafélagsins gagnrýndi Kristján Þór að umræðan um heilbrigðismálin væri lausbeisluð á köflum og stóru orðin ekki spöruð, sérstaklega þegar rætt væri um landflótta og launamál.

„Það er ekkert nýtt að íslenskir læknar starfi erlendis og við vitum að margir sem fara í sérfræðinám úti ílengjast þar – sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt,“ sagði heilbrigðisráðherra. Hann sagðist auðvitað vilja halda í lækna og annað fagfólk en að hægt sé að laða það til starfa með ýmsum hætti. Hins vegar sjái hann ekki fyrir sér launatölur, sambærilegar við þær sem þekkjast á Norðurlöndum.

Guðmundur Karl segir launamálin vera fílinn í stofunni sem horfast þurfi í augu við og bendir á að dagvinnulaun aðstoðarlæknis á Landspítala séu oft 340-350 þúsund á mánuði. Fyrir sambærilega stöðu í Svíþjóð séu launin tvöfalt hærri.

Þá má geta þess að laun læknanema á Landspítala eftir 5 ára háskólamenntun í læknisfræði er um 289 þúsund krónur og 6. árs nemar eru með 300 þúsund krónur í dagvinnulaun.

Alls staðar keppst um lækna

„Halda menn að það myndi breyta stöðunni ef niðurstaða komandi kjarabaráttu verði sú að læknar geti keypt sér nýja hlustpípu eða NIKE-skó til að hlaupa hraðar milli deilda? Ég held ekki. Ef við getum ekki borgað hærri laun, þá erum við bara að segja að þetta verði óbreytt ástand,“ segir Guðmundur Karl. Að óbreyttu sé það borin von að íslenskt heilbrigðiskerfi geti boðið læknum upp á nokkuð sem önnur Evrópulönd bjóði ekki margfalt betur.

 „Það er ekki einu sinni hægt að leita til atvinnulausra lækna í Grikklandi, Póllandi eða á Spáni, því Svíþjóð er líka búin að herja á þá lækna í mörg ár. Öll þessi lönd eru að keppast um lækna og á Norðurlöndum eru íslenskir læknar einna eftirsóttastir til vinnu. Þeir fá hæstu einkunn meðal sjúklinga í Svíþjóð og það er talað um þá sem ótrúlega sveigjanlega og jákvæða.“

Fram að eða fram af bjargbrúninni?

Guðmundur Karl lét hafa eftir sér í viðtali við Rúv fyrir nokkru að bjarga þurfi því sem sé í rúst í íslensku heilbrigðiskerfi eða komið fram af bjargbrúninni margumræddu. Kristján Þór vék sérstaklega að þessum ummælum í ræðu sinni á fundi Læknafélagsins og sagði gífuryrði ganga fram af sér.

Aðspurður segist Guðmundi Karli ekki líka þetta líkingamál um heilbrigðiskerfið á hengiflugi, en hann standi þó við orð sín. „Þegar nánast hver einasti unglæknir er að leita að leið til að komast í burtu, þegar læknanemar vilja ekki koma inn á stofnanirnar og þegar læknar þurfa að taka steralyf vegna myglusvepps í vinnunni, þegar öll von er horfin úr kerfinu, þá erum við fyrir töluverðu síðan farin fram af hengifluginu.“

Af umræðunni undanfarin misseri má ráða að starfsfólk, stjórnendur og ráðamenn í heilbrigðiskerfinu greini á um nákvæmlega hversu nálægt bjargbrúninni Landspítalinn sé eða hvort hann sé farinn fram af henni.

Guðmundur Karl er þó ekki einn um að telja spítalann farinn fram af, því í febrúar á þessu ári sagði Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, að í heilbrigðismálum séum við „ekki komin fram að þessari títtnefndu bjargbrún, heldur fram af henni“.

Erfitt að tjá sig í litlu landi með einn vinnustað

Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að von sé blásið í það, að mati Guðmundar Karls. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að opna þurfi kerfið þannig að heilbrigðisstofnanir megi auglýsa eftir læknum til verktakavinnu. Nauðsynlegt sé að skoða fjölbreyttara rekstrarform í heilbrigðiskerfinu, ekki síst til þess að starfsfólk geti haf áhrif á sína vinnustaði og stjórn þeirra.

„Það er erfitt að tjá sig í svona litlu landi með bara einn vinnustað fyrir sjúkrahúslækna,“ segir Guðmundur Karl og bætir því við að of lengi hafi viðgengist að ekki sé hlustað á þá lækna sem tjái sig.

„Enginn læknir vill gera heilbrigðiskerfinu illt. Við læknar erum í þessu starfi fyrir lífstíð, þetta er ævistarf og hugsjón. Það er almennur velvilji meðal lækna, bæði þeirra sem starfa hér og erlendis, og þó þeir láti einhverja gagnrýni út úr sér er það ekki vegna þess að þeir séu að reyna að klekkja á ráðherrum og heilbrigðisyfirvöldum, síður en svo. Þeir eru að reyna að ná eyrum fólks. Þetta er eins og þegar það blikkar ljós í bílnum hjá þér, þetta eru varúðarperur sem við verðum að taka mark á.“

Guðmundur Karl segir ekki hægt að byggja heilbrigðiskerfið upp að ofan heldur verði að gera það með samráði við heilbrigðisstarfsfólk. 

„Við verðum að hlusta á gagnrýni og taka hana til greina, það þýðir ekki að sópa henni undir teppið. Ég held að það sé því fyrr því betra að við áttum okkur á því hvernig staðan er, þó það sé sársaukafullt, því þá kannski höfum við möguleika á að vinna okkur út úr því.“

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala. mbl.is/Rósa Braga
Á Landspítalanum.
Á Landspítalanum. mbl.is/Rósa Braga
Læknar á Landspítala að störfum.
Læknar á Landspítala að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fyrir bóndann á bóndadaginn
Fyrir bóndann á BÓNDADAGINN ARIZONA teg 00 51 701 í stærðum 36-48 á kr. 8.950,- ...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...