„Fjörðurinn er dauðagildra“

Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón ...
Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón við Kolgrafafjörð í dag. Ljósmynd/Bjarni Sigurbjörnsson

„Það er allt líf í stórhættu í firðinum. Einhverjir vilja meina að það væri slæmt að ef við lokum honum því fjörðurinn er stór hlekkur í lífkeðjunni, en ég held bara að ef við gerum ekkert þá verði hann enn hættulegri ef það verður annað eins slys,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði við Kolgrafafjörð.

Hvalhræ, sennilega af höfrung eða grindhval rak á land í lóni inn af firðinum þar sem gætir flóðs og fjöru. Bjarni segist ekki geta sagt til um hvers vegna hvalurinn drapst en hinsvegar hafi mikið af bæði hval, sel og fugli sótt í fjörðin síðan tugir þúsunda tonna af síld drápust þar síðasta vetur.

Að sögn Bjarna hafa íbúar við Kolgrafafjörð hafa miklar áhyggjur af því að sagan endurtaki sig enda hegði síldin sér með svipuðum hætti og áður. „Síldin er hérna rétt fyrir utan. Þeir eru að veiða hana hérna, við horfum bara á skipin. Ég held að allir sem komu að þessu máli í fyrra hafi stórar áhyggjur af því að það drepist meiri síld.“

Auknar líkur á að síldin drepist

Bjarni segir stöðuna í raun verri núna en síðasta vetur. „Að því leyti að ef það kemur síld inn fjörðinn aftur, þá eru enn meiri líkur á því að hún drepist af því að það er miklu minna súrefni í firðinum.“

Á samráðsfundi heimamanna, ráðuneyta og stofnana í gær var farið yfir ýmsa kosti varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að síldardauðinn endurtaki sig. Þar á meðal var rætt um lokun fjarðarins, en einnig mögulegar fælingaraðgerðir eins og að blása lofti mót síldinni eða hengja upp keðjur.

Bjarni segir jákvætt að verið sé að skoða málið frá öllum hliðum. „En þetta eru ekki lausnir sem við vitum að virki. Þetta yrði bara tilraunstarfsemi. Menn hafa líka komið með þá hugmynd að byggja aðra brú, en það tryggir ekki að síldin drepist ekki. Eina örugga lausnin í málinu er að síldin komi ekki inn í fjörðinn og eina örugga lausnin til þess er að loka firðinum.“

Dýrt frá öllum hliðum séð

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvað skal gera. Bjarni segist hafa fengið þau svör frá fulltrúa Vegagerðarinnar í gær að það sé vel framkvæmanlegt að loka firðinum. 

„En það getur kostað fullt af peningum. Hinsvegar kostar líka fullt af peningum að láta síldina drepast. Þetta yrði dýr framkvæmd, en við værum allavega ekki að skemma neitt. Ef við lokum með grjóti er hægt að taka grjótið aftur síðar.“

Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur ...
Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur og heimamenn súpa enn seyðið af því. Þeir óttast að sagan endurtaki sig. mbl.is/Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Bálhvasst við Höfða

Í gær, 16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...