„Fjörðurinn er dauðagildra“

Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón ...
Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón við Kolgrafafjörð í dag. Ljósmynd/Bjarni Sigurbjörnsson

„Það er allt líf í stórhættu í firðinum. Einhverjir vilja meina að það væri slæmt að ef við lokum honum því fjörðurinn er stór hlekkur í lífkeðjunni, en ég held bara að ef við gerum ekkert þá verði hann enn hættulegri ef það verður annað eins slys,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði við Kolgrafafjörð.

Hvalhræ, sennilega af höfrung eða grindhval rak á land í lóni inn af firðinum þar sem gætir flóðs og fjöru. Bjarni segist ekki geta sagt til um hvers vegna hvalurinn drapst en hinsvegar hafi mikið af bæði hval, sel og fugli sótt í fjörðin síðan tugir þúsunda tonna af síld drápust þar síðasta vetur.

Að sögn Bjarna hafa íbúar við Kolgrafafjörð hafa miklar áhyggjur af því að sagan endurtaki sig enda hegði síldin sér með svipuðum hætti og áður. „Síldin er hérna rétt fyrir utan. Þeir eru að veiða hana hérna, við horfum bara á skipin. Ég held að allir sem komu að þessu máli í fyrra hafi stórar áhyggjur af því að það drepist meiri síld.“

Auknar líkur á að síldin drepist

Bjarni segir stöðuna í raun verri núna en síðasta vetur. „Að því leyti að ef það kemur síld inn fjörðinn aftur, þá eru enn meiri líkur á því að hún drepist af því að það er miklu minna súrefni í firðinum.“

Á samráðsfundi heimamanna, ráðuneyta og stofnana í gær var farið yfir ýmsa kosti varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að síldardauðinn endurtaki sig. Þar á meðal var rætt um lokun fjarðarins, en einnig mögulegar fælingaraðgerðir eins og að blása lofti mót síldinni eða hengja upp keðjur.

Bjarni segir jákvætt að verið sé að skoða málið frá öllum hliðum. „En þetta eru ekki lausnir sem við vitum að virki. Þetta yrði bara tilraunstarfsemi. Menn hafa líka komið með þá hugmynd að byggja aðra brú, en það tryggir ekki að síldin drepist ekki. Eina örugga lausnin í málinu er að síldin komi ekki inn í fjörðinn og eina örugga lausnin til þess er að loka firðinum.“

Dýrt frá öllum hliðum séð

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvað skal gera. Bjarni segist hafa fengið þau svör frá fulltrúa Vegagerðarinnar í gær að það sé vel framkvæmanlegt að loka firðinum. 

„En það getur kostað fullt af peningum. Hinsvegar kostar líka fullt af peningum að láta síldina drepast. Þetta yrði dýr framkvæmd, en við værum allavega ekki að skemma neitt. Ef við lokum með grjóti er hægt að taka grjótið aftur síðar.“

Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur ...
Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur og heimamenn súpa enn seyðið af því. Þeir óttast að sagan endurtaki sig. mbl.is/Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum þann 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »

Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

06:06 Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Meira »

Á yfir tvöföldum hámarkshraða

05:58 Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. Meira »

Ofurölvi á reiðhjóli auk fleiri brota

05:50 Lögreglan handtók ölvaðan mann í Mosfellsbæ um miðnætti en maðurinn er grunaður um húsbrot, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, hótanir, að segja ekki til nafns auk fleiri brota. Meira »

Geta ekki leyft sér lúxus

05:30 Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur póstsins. Meira »

Vaxtalækkun til móts við samdrátt

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) telja að full ástæða sé fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga annað skref í lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun, sem kynnt verður 28. ágúst. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...