Spellvirki unnin við Kleifarvatn

Spellvirkjar hafa nýverið verið á ferð við Kleifarvatn en þar má sjá mannhæðarháa hvíta stafi á móbergsvegg undir Stapatindum. Ómar Smári Ármannsson, eins af forsprökkum Ferlis, átti leið þar hjá í dag og segir hann ummerking lík þeim sem fundust á Norðurlandi fyrr á þessu ári.

Ómar Smári segist hugsanlegt að um einhverskonar gjörning sé að ræða en annars vanhugsað veggjakrot. Hann segir umhverfisspjöllin afturkræf og að tiltölulega auðvelt ætti að vera að afmá þó af veðruðu móberginu.

Í maí síðastliðnum voru unnin skemmdarverk á tveimur af náttúruundrum Mývatnssveitar og tugir lítra af málningu notaðir. Reyndist þrautin þyngri að hreinsa ummerkin.

Þá var í Grjótagjá krotað á klettavegginn orðið „cave“ sem er enska fyrir „hellir“ en í gígbotn Hverfjalls stóð flennistórum stöfum „crater“ eða „gígur“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert