Ekki frá embættismönnum ráðuneytisins

Efnt var til mótmæli til stuðnings Tony Omos fyrir framan …
Efnt var til mótmæli til stuðnings Tony Omos fyrir framan innanríkisráðuneytið í vikunni. mbl.is/Rax

Innanríkisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að vegna umræðu um að upplýsingar er varða mál einstaka hælisleitanda hafi með einverjum hætti borist fjölmiðlum „vill ráðuneytið taka fram að ekkert bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“

Mbl.is sagði frá máli hælisleitandans Tony Omos og byggði upplýsingarnar m.a. á óformlegu minnisblaði innanríkisráðuneytisins.

„Hins vegar er rétt að minna á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega,“ segir í yfirlýsingu sem innanríkisráðuneytinu sendi frá sér í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina