„Það er svona...hamingja“

Jóhann Fannar Kristjánsson er 18 ára afreksíþróttamaður í fimleikum. Morgunblaðið leit inn á æfingu hjá Gerplu, þar sem hann æfir tvisvar í viku. Jóhann er elstur þriggja systkina, en hann er með Downs-heilkenni.

Spjall okkar Jóhanns byrjaði með öfugum formerkjum, því fyrsta spurning Jóhanns til mín var hvort ég væri „svona Manchester-maður.“ – „Já,“ svaraði ég undrandi, óvanur því að viðmælendur byrji spjall á að spyrja mig að nokkru. Þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á íþróttinni hef ég haft taugar til liðsins frá bernsku. „Hvernig vissir þú það?“ spurði ég í framhaldi. Jóhann brosti bara sposkur til mín.

Púlari og Bliki

Sjálfur er Jóhann mikill stuðningsmaður Liverpool. Hann horfir á alla leiki liðsins sem hann getur með föður sínum, Kristjáni Jónssyni, sem hann segir að sé líka gallharður stuðningsmaður Bítlaborgarliðsins. Ekki nóg með að liðsmenn Liverpool fái hvatningarhróp frá Jóhanni, því hann er einnig mikill aðdáandi heimaliðs sín Breiðabliks.

Meðal Blika tilgreindi hann sérstaklega Árna Vill (Vilhjálmsson), sem sé stuðningsfulltrúi hans þegar hann er ekki að raða inn mörkum, og Sverri Inga Ingason. Guðmann Þórisson og Alfreð Finnbogason væru líka meðal hans bestu vina. Ósk Víðisdóttir, móðir Jóhanns, sagði hann mæta á alla heimaleiki karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, og jafnvel fylgja liðinu á útileiki.

„Hann hefur farið með þeim upp á Akranes og farið með þeim í rútunni að keppa og svoleiðis. Þeir taka hann mjög mikið með sér. Eftir alla leiki fær hann svo að fara inn í klefann hjá liðinu. Svo fékk hann ferð á Liverpool-leik í fermingargjöf,“ sagði Ósk.

Fimur í hringjunum

Jóhann sagði gaman að æfa fimleika með Gerplu undir handleiðslu þjálfaranna sinna, Axels og Evu. „Ég keppi í hringjum, á bogahesti, tvíslá og á svifslá. En mér finnast hringirnir skemmtilegastir,“ sagði Jóhann Fannar.

Jóhann er einnig mikill áhugamaður um kvikmyndir, þá sérstaklega myndir með Tom Cruise, Bond-myndir og allar myndirnar um Harry Potter. „Mér finnst Harry Potter og leyniklefinn langskemmtilegust.“

Jóhann Fannar stundar nám á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en Morgunblaðið fjallaði í lok sumars um framsæknar kennsluaðferðir og tæknivæðingu starfsbrautarinnar. Starfsbrautin heldur meðal annars úti virkri facebook-síðu undir heitinu „Starfsbraut“.

Þar sagðist Jóhann læra ýmislegt, en tilgreindi sérstaklega náttúrufræði og ensku, sem honum þykir skemmtilegust. „Grjóthart,“ svaraði Jóhann svo þegar ég sagði honum að hópur nemenda á starfsbraut væri væntanlegur í heimsókn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í næstu viku.

„Já, og gull“

Jóhann hefur keppt fyrir hönd Íslands á tvennum Special Olympics, í Sjanghæ árið 2007 og í Aþenu árið 2011. Á fyrri leikunum fékk hann tvenn gullverðlaun og gull-, silfur- og bronsverðlaun á þeim síðari. Hann stefnir ótrauður á leikana í Los Angeles árið 2015 og eru liðsfélagar hans í Gerplu sannfærð um að hann verði meðal þeirra íþróttamanna sem fari þangað. „Hann er kóngurinn,“ sagði einn æfingafélagi hans. Jóhann hefur æft fimleika frá sjö ára aldri og hefur gengið mjög vel að sögn Óskar. „Stuðningsfulltrúinn hans í Kópavogsskóla benti okkur á að koma hingað, sem varð til þess að hann byrjaði að æfa.“

Hún segir Gerplu halda mjög vel utan um fötluðu íþróttamennina. „Þau gera mjög miklar kröfur, manni finnast þær eiginlega alveg jafnmiklar og eru gerðar til ófatlaðra,“ sagði Ósk. Hins vegar hafi því miður þurft að fækka æfingum úr þremur í tvær af fjárhagslegum ástæðum. Fleiri þjálfara sé þörf fyrir hvern fatlaðan iðkanda en ófatlaðan og því dýrara að halda úti æfingum fyrir þá. Ósk segir þetta miður, því Jóhann hlakki mikið til að fara á æfingar, og að þetta sé mikilvægur þáttur í félagslífi hans.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Múrviðgerðir, Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...