„Ætlum okkur að taka stóran bita af kökunni“

„Það lítur allt út fyrir að við gætum orðið sjálfbær …
„Það lítur allt út fyrir að við gætum orðið sjálfbær eftir nokkra mánuði,“ segir Eiríkur Hrafnsson, annar stofandi GreenQloud. mbl.is/Ómar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið GreenQloud minnir um margt á tæknifyrirtæki í Kísildalnum í Bandaríkjunum. Eitt það fyrsta sem mætir blaðamanni á skrifstofu þess í Borgartúni er borðtennisborð í eldhúsinu og tveir Bandaríkjamenn að ræða saman.

Fyrirtækið er alþjóðlegt, starfsmenn eru 30 frá átta löndum. Fyrir utan starfsemina hér á landi er söluskrifstofa í Hollandi, lítið þróunarteymi í Brasilíu og unnið er að því að hefja starfsemi í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem samið hefur verið við gagnaver sem byggir nær alfarið á endurnýjanlegri orku eða 95%. En hrein orka – sem nóg er af hér á landi – er lykillinn að starfsemi fyrirtækisins.

Eiríkur Sveinn Hrafnsson, annar stofnenda fyrirtækisins ásamt Tryggva Lárussyni, segir að stefnt sé að því að það verði meðal þriggja fremstu tölvuskýja í heiminum. Sá markaður velti tíu milljörðum dollara og vaxi um 50% á ári. Fyrirtækið sé einnig á svo kölluðum einkaskýjamarkaði þar sem lausn GreenQloud er keyrð innanhúss í stærri fyrirtækjum, sem sé jafn stór og vaxi jafn hratt. „Við erum því á 20 milljarða dollara markaði og ætlum okkur að taka stóran bita af kökunni,“ segir Eiríkur Sveinn í viðtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »