Byrjað að sprengja í Kolgrafafirði

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru byrjaðir að sprengja í Kolgrafafirði í þeim tilgangi að reka síldartorfur sem þar eru á haf út. Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri.

Blaðamaður mbl.is sem er á staðnum segir að sprengt sé innst í firðinum. Þar eru auk báta Gæslunnar litlir bátar frá m.a. björgunarsveitum. Þeirra hlutverk verður að fylgja síldinni eftir út fjörðinn.

Upp úr kl.15:00 í dag hófust tilraunir með að nota svokallað „Thunderflash“ til að fæla síld úr Kolgrafafirði, segir í tilynningu frá almannavarnadeild Ríkislögrelgustjóra.

„Thunderflash“ eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara upp úr sjónum. Hvellhetturnar framkalla hávaða og titring neðansjávar og mun líklega enginn verða var við neitt á yfirborðinu. 

Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri.

Aðgerðirnar voru kynntar og ræddar á fundi sem haldinn var með heimamönnum að bænum Eiði í Kolgrafafirði í gær.  

Smölun síldar með Thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð.  Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar.

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar sér um framkvæmd þessarar tilraunar í náinni samvinnu við Hafrannsóknarstofnun.  Bátar á vegum Landhelgisgæslunnar hafa í dag verið að koma hvellhettum fyrir í firðinum og vegna þess hefur honum verið lokað.  Landhelgisgæslan hefur notið aðstoðar léttabáta frá síldveiðiskipum sem stödd eru á svæðinu.

Gamli vegurinn inn fjörðinn verður lokaður á meðan á þessu stendur en umferð um þjóðveginn verður opin en búast má við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða.

Hafrannsóknarstofnun mun fylgjast grannt með árangri aðgerðarinnar, sem felst meðal annars í því að fylgjast með hreyfingu síldarinnar og súrefnisstöðu fjarðarins.

Samhæfing aðgerða á sjó er í höndum Landhelgisgæslunnar en vettvangsstjórn er einnig að störfum á svæðinu skipuð fólki frá lögreglustjóranum á Snæfellsnesi, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Hafrannsóknarstofnun. 

Smölun síldar með smásprengjum er þekkt aðferð sem áður var notuð með góðum árangri við nótaveiðar en er nú víðast hvar bönnuð sem veiðiaðferð. Eru því nokkrar vonir bundnar við að hægt sé að hrekja síldina út úr firðinum með þessum hætti.

Bátar á vegum Landhelgisgæslunnar hafa í dag verið að koma smásprengjunum fyrir í firðinum. Varðskipið Þór annast vettvangsstjórn á sjó vegna aðgerðanna.

Í Kolgrafafirði í dag.
Í Kolgrafafirði í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Háhyrningar syntu inn í fjörðinn um það leyti sem sprengingar …
Háhyrningar syntu inn í fjörðinn um það leyti sem sprengingar Gæslunnar hófust. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert