Hæstiréttur hafnaði beiðni Hraunavina

Unnið við Álftanesveg.
Unnið við Álftanesveg. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort Hraunavinir og þrenn önnur náttúruverndarsamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta vegna lagningar nýs Álftanesvegar.

Málið tengist lagningu nýs Álftanesvegar á um 3,8 km kafla frá Engidal í Garðabæ að Suðurnesvegi á Álftanesi. Náttúruverndarsamtökin kveða nýja vegstæðið fara meðal annars um Gálgahraun, sem mun hafa verið á náttúruminjaskrá allt til þess að það var friðlýst 6. október 2009.

Í dómi Hæstaréttar er vísað til Árósasamningsins sem Ísland hefur fullgilt og voru efnisreglur samningsins leiddar í íslenskan rétt með setningu laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og laga nr. 131/2011 um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, sem bæði öðluðust gildi 1. janúar 2012.

Árósasamningurinn er fjölþjóðlegur, svæðisbundinn samningur á sviði umhverfismála sem felur í sér þjóðréttarlegar skuldbindingar af hálfu aðildarríkjanna sem þeim ber að fylgja og koma til framkvæmda í landsrétti. Snýr hann meðal annars að skyldu aðildarríkjanna til að tryggja almenningi réttláta meðferð í málum sem varða umhverfið. „Meðal þess svigrúms sem Árósasamningurinn eftirlætur aðildarríkjunum er að meta við fullgildingu samningsins hvor af tveimur leiðum sem hann gerir ráð fyrir, stjórnsýsluleið eða dómstólaleið, henti betur í viðkomandi aðildarríki til að tryggja almenningi aðgang að réttlátri málsmeðferð. Hér á landi valdi löggjafinn stjórnsýsluleiðina,“ segir í dómi Hæstaréttar.

Þá segir að skuldbindingar Íslands á grundvelli Árósasamningsins og tilskipunar 2011/92/ESB, sem fól í sér endurútgáfu á tilskipun 85/337/EBE með síðari breytingum, séu skýrar og ótvíræðar og sé því ekki uppi sá vafi í málinu að nauðsynlegt sé að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um þau efnisatriði sem beiðni sóknaraðila lýtur að.

Veigamikið samfélagslegt hlutverk

Þegar málið var sent til dómstóla í september síðastliðnum sagði í tilkynningu frá samtökunum að umhverfisverndarsamtök á Íslandi gegni veigamiklu samfélagslegu hlutverki við hagsmunagæslu í þágu ósnortinnar náttúru og umhverfisverndar. „Í þeim þjóðréttarlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist, s.s. með EES-samningnum og með fullgildingu Árósasamningsins, er þetta hlutverk viðurkennt og þar á meðal nauðsyn þess að umhverfisverndarsamtök hafi greiðan aðgang að réttarúrræðum og réttlátri málsmeðferð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hleypur sitt 250. maraþon

21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »

35 milljónir í miðaldarannsóknir

16:30 35 milljónum verður varið árlega næstu fimm árin til rannsókna á íslenskri ritmenningu á miðöldum. Samstarfsyfirlýsing ráðuneyta, Árnastofnunar og Snorrastofu þess efnis var undirrituð í Reykholti í dag. Meira »

Krefjast frávísunar á máli VR

16:02 Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram. Meira »

Sáttanefnd lauk störfum án sátta

15:38 Sáttanefnd forsætisráðuneytisins í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur afhent ríkisstjórninni skilagrein og er hætt störfum. Sáttaviðræðunum lauk formlega 1. júlí síðastliðinn, í kjölfar þess að bótakrafa var lögð fram fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...