Síldarsmölun endurtekin

Fjöldi smárra báta úr síldveiðiskipum á svæðinu fylgdi síldinni eftir …
Fjöldi smárra báta úr síldveiðiskipum á svæðinu fylgdi síldinni eftir í kjölfar þess að notast var við hvellhettur til þess að fæla síldina úr Kolgrafafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Árangur af sprengingu hvellhetta í þeim tilgangi að reka í burtu síldartorfur, sem eru innan brúar í Kolgrafafirði, gáfu góð fyrirheit, þó að endanlegt markmið hafi ekki náðst um að reka síldina úr firðinum.

Svo segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, sem hafði yfirumsjón með sprengingunum.

Fram kom í mælingum Hafrannsóknastofnunar í gær að um 70 þúsund síldartonn eru í Kolgrafafirði en markmiðið með sprengingunum er að fæla síldina úr firðinum til þess að koma í veg fyrir að síldardauðinn frá því í fyrravetur endurtaki sig.

Aðgerðirnar byrjuðu um klukkan þrjú í gærdag og stóðu yfir til myrkurs, um klukkan fimm síðdegis. Sigurður segir að tilraunin verði endurtekin í dag. „Þetta þótti takast mjög vel og við lærðum heilmikið á þessu,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert