Heldur tregt á síldveiðum á Breiðamerkurdýpi

Nokkrir smábátar voru að síldveiðum inni á Kolgrafafirði í gær.
Nokkrir smábátar voru að síldveiðum inni á Kolgrafafirði í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta gengur upp og ofan. Enginn hasar í því,“ segir Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey, skipi HB Granda. Skipverjar veiddu 850 tonn af síld á Breiðamerkurdýpi, aðallega í fyrrinótt, og lögðu í gær af stað með aflann til löndunar í vinnslu HB Granda á Vopnafirði.

Nokkur skip voru að veiðum á Breiðamerkurdýpi í gær og fyrradag. Gengu veiðarnar misjafnlega. Einhverjir fengu 300-400 tonn í kasti en fleiri köst voru nálægt 100 tonnunum.

Síldin er frekar smá en Arnþór telur þó að megnið af henni sé vel hæft til manneldisvinnslu. Lundey áætlaði að hefja löndun á Vopnafirði við upphaf vinnutíma í dag. Kærkomið er fyrir vinnsluna að fá aflann því vinnsla lá niðri í gær vegna hráefnisskorts. Vinnsla hefur verið stopul að undanförnu vegna slakrar veiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert